Snjókoma er hluti af úrkomu.

Ekki er auðvelt að rekja, hvar sá misskilningur var settur á flot í frásögnum fjölmiðla af aurskriðum í Klakksvík í Færeyjum, að þar hefði fyrst verið snjókoma, sem síðar hefði breyst í úrkomu.  

Fá tungumál búa yfir jafn mörgum orðum um mismunandi tegundur af úrkomu og íslenskan, og stafar það augljóslega af því hve stór hluti að tilveru okkar felst í þessu fyrirbæri, sem nefnist einu orði "neðbör" á dönsku.

Þegar veðurstofur gefa upp úrkomu í millimetrum, svo sem ársúrkomu eða mánaðarúrkomu, er öll úrkoma innifalin í þeirri tölu, líka sá hlutinn, sem er innifalinn í snjókomu. 

Orðið "úrkoma" nær yfir allt það vatn, sem fellur af himni í úrkomu, og er í mismunandi föstu formi, og þar af leiðandi notuð mismunandi orð um hverja úrkomutegund. 

Úrkoman birtist í stórum dráttum í þremur formum, þar sem lofthitinn ræður mestu:

1. Rigning. Eingðngu í fljótandi formi, heitari úrkoma en við frostmark.  

2. Slydda, hálffljótandi form við hita nálægt frostmarki, en rétt ofan við það. +

3. Snjókoma, úrkoma í föstu formi fyrir neðan frestmark eða rétt í kringum það. 

Úrkoman í Klakksvík breyttist einfaldlega úr snjókomu í slyddu og síðar rigningu. 

Sá ruglingur að snjókoma breytist í rigningu er enn eitt dæmið um sífellt lélegri málkennd hér á landi.  

Verstar eru þær málleysur, sem eru órökrétt bull. 


mbl.is Rýming eftir aurskriðu í Klaksvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Úrkoma er :þurr, deig og blaut.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 22.12.2022 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband