23.12.2022 | 23:22
Of oft eru afturljós bíla myrkvuð.
Núna í myrkasta skammdeginu þegar mest er þörfin fyrir bílar sjáist vel í myrkri og slæmu skyggni, vekur athygli hve margir bílar eru með myrkvuð afturljós, en slíkt eykur mjög hættu á aftan á árekstrum.
Ástæða þessa er sú, að á mörgum nýjum bílum, til dæmis rafbílum, er hægt að velja um þrjár ljósastillingar að framan:
Lág ökuljós, há ökuljós, og stöðuljós, sem eru þá yfirleitt LED-ljós.
Á bíl síðuhafa eru báðar tegundir ökuljósanna halogen ljós, sem eyða meiri raforku en litla LEDljósalínan fyrir neðan þau, en þessi LEDljós eru furðu skær og sjást jafnvel betur en lágu halogen ökuljósin.
Á þessum bíl halda afturljósin áfram að vera kveikt, þótt LED stöðuljósin séu notuð, svo að hann er er aldrei myrkvaður að aftan, nema alveg sé slökkt á öllum ljósum að framan og aftan.
Þessi bíll er sá ódýrasti sem fluttur hefur verið inn nýr til landsins, en því miður virðst sem fjöldi nýrra bíla sem eru jafnvel margfalt dýrari, séu þannig búnir, að ef skæru LED stöðuljósin eru notuð ein að framan, slokkna afturljósin.
Þessi möguleiki er bagalegur, því að hann veldur oft vandræðum í umferðinni og jafnvel hættu á árekstrum.
Stundum sést, að þegar bílar mæta bílum með einungis LED stöðuljósunum kveiktum að framan, blikka menn ljósum til þess að gefa þetta ástand til kynna.
En hvað ódýra rafbílinn varðar, þýðir LED ljósið að framan alls ekki slíkt ástand, því að afturljósið logar alltaf á þeim bíl, og slokknar aldrei nema þegar öll ljós eru slökkt á bílnum.
Tilhneigingin til að nota LED ljós er líklega meiri hjá ökumönnum rafbíla en venjulegra bíla.
Ofangreindu ruglings ástandi þarf að linna með því að tryggja það, að afturljósin geti ekki slokknað nema þegar öll ljósin að framan eru slökkt.
En í framhaldi af því væri full ástæðan til að gefa gaum að því hve það er alltof algengt, einkum á háum pallbílum, að hafa LED ökuljós svo ofboðslega skær, að það blindar þá sem koma á móti.
Rauðu ljósin verða einfaldlega skemmtilegri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Korando bíllinn minn kveikir afturljós og led dagljós sem eru í raun stöðuljós við gangsetningu. Þegar aðalljós eru kveikt þá dofna þessi stöðuljós um helming.Subaruinn gerir það ekki kveikir bara á stuðara kösturum
Reyndar held ég að allir nýlegir bílar í dag slökkvi á öllum ljósum þegar drepið er á bílnum og honum læst. Því ættu allir að vera með stillt á aðalljós allt árið um hring ef eru Led ljós á bílnum annars alla vetramánuðina
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 24.12.2022 kl. 08:41
Þú nefnir Ómar að í mörgum nýjum bílum sé hægt að velja um þrjár ljósastillingar að framan:
Lág ökuljós, há ökuljós, og stöðuljós.
Í þessa upptalnungu þína vantar fjórðu stillinguna (sem prýða hina nýju kynslóð bíla) sem eru dagljós og hafa ekkert með stöðuljósastillinguna að gera.
Dagljósin kvikna við ræsingu og þá í mörgum bíltegundum bara að framan, enda er ekki skylda að hafa kveikt á afturljósum víðast hvar og má þar fyrst nefna Evrópu.
Rétt er að upplýsa hér að ljós í mælaborði kvikna ekki heldur í dagljósastillingu.
En það er einmitt af þessari ástæðu að ökumanni verður ljóst að tími sé kominn til að kveikja á aðalljósum þegar rökkva fer í mælaborðinu.
Margir svonefndir besservissarar hafa rekið áróður fyrir því að bílstjórar hafi ávallt ljósin stillt á aðalljós. Þetta er fásinna því á mörgum bíltegundum slökkna ekki ljósin sjálffkrafa þegar drepið er á vélinni með svisslyklinum, sem getur þá valdið því að ökumaður gleymi að slökkva ljósin og komi svo að bílnum rfamagnslaudum næst þegar sest er undir stýri.
Það er einnig fásinna að mæla með því að ökumaður blikki ljós, sem ekur á eftir bíl með slökkt á afturljósum. Hingað til hefur nefninlega slíkt blikk fyrst og fremst táknað að viðkomandi vilji taka framm úr.
Daníel Sigurðsson, 24.12.2022 kl. 14:20
Daníel Sigurðsson,
ég held að ljóslaust mælaborð segi ökumönnum lítið
allavega veit ég um ökumann sem eftir nokkur ár innanbæjar fór út á land á bílnum og þurfti þá hjálp við að kveikja á háuljósunum
Ökumaðurinn hafði aldrei snúið takkanum fyrir ljósin en skiptirinn fyir háljósin virka náttúrlega ekki á dagljósastillingu
Grímur Kjartansson, 24.12.2022 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.