Öðruvísi okkur áður brá. Gulrótin fyrir hálfri öld og gulrótin nú.

Síðuhafi man þá tíð er hann óx úr grasi, að hverfið, sem hann bjó í, var nýtt en þó ekki nýtískulegra en það að hver íbúð hafði eigin kolakyndingu. 

Hún var í kjallaranum með tilheyrandi kolageymslu og aðstöðu til þess að taka á móti þessari lífsnauðsynlegu vöru.  

Niðri við hðfnina var stór kolakrani með tilheyandi kolaporti í þess orðs fyllstu merkingu. 

Tíu árum síðar hélt síðan hitaveitan innreið sína í hverfið og næstu hverfi, og meðfram námi var unnið við að leggja hana í jörðu í húsin. 

Það var að vísu rándýr framkvæmd að reisa hitaveituna og lenda þannig í því að hafa tvenns konar veitur á meðan þessi mikla bylting var að ganga yfir. 

Gulrótin í þessu máli var ekki aðeins losna við óhreinindin og kolareykinn, heldur ekki síður að hætta að eyða dýrmætum gjaldeyri í jarðefnaeldsneyti og taka upp notkun innlends og hreins orkugjafa. 

Þegar olían snarhækkaði á árunum kringum 1970, var hrundið af annarri kostnaðarsamri byltingu til þess að losa okkur við sem mest af olíukostnaðinum, sem varð sífellt meiri og mergsaug til sín milljarða í erlendum gjaldeyri.

Þetta voru orkuskipti, sem um munaði.  

Með ofangreindum aðgerðum allar götur frá miðri síðustu öld sparast hundruða milljarðar króna í dýrmætum erlendum gjaldreyi. 

Eitthvað kosta milljón tonn af olíu á ári hverju. 

En enda þótt ávinningurinn við það að gera nú lokaátakið í orkuskiptunum sé gríðarlegur og gulrótin aldrei stærri, bregður svo við að dregnar eru lappirnar í því að drífa þetta áfram og alls konar úrtöluraddir heyrast. 

Húshitunarávinningurinn kostaði mikil útgjöld ríkis og sveitarfélaga, en enginn taldi eftir sér þann kostnað, sem fór í að gera öllum almenningi kleyft.

Meðal þess, sem nú er sífrað yfir, er að orkuskipti í bílaflotanum séu aðeins á færi ríkasta fólksins, og niðurfelling skatta á rafbílum gagnist aðeins þeim. 

Þetta er skrýtið, að verðlækkun á rafbílum bitni á þeim kaupendum, sem minnst hafa á milli handanna. 

Þvert á móti hefur of fátt verið gert til að auðvelda þeim kaupin, þó ekki væri nema að skoða betur það sem er í boði. 

Ódýrustu nýju bensínbilarnir í boði kosta um 2,5 milljónir, en hægt væri að flytja inn og selja hér fjögurra sæta rafbíla, sem kostuðu um 3,5 milljónir.

Tveir tveggja sæta nýir rafbílar voru fluttir inn og uppsett verð 2,0 milljónir. 

Síðuhafi ákvað að prófa annan þeirra og hefur ekið honum í fimm ár. Drægnin við íslenskar aðstæður hefur reynst 90 kílómetrar, drægnin sömuleiðis um 90 kílómetrar og hámarkshraðinn yfir 90 km/klst. 

Farangursrými er álíka og á minnstu bensínbílunum. 

Lága verðið og sparnaðurinn fæst með því að hafa engin aftursæti, en við það verður bíllinn um 400 kílóum léttari en ella. 

Auk þessa er sparnaður í þvi að sleppa hraðhleðslubúnaði, en nota aðeins heimilisrafmagn, sem gefur fulla hleðslu á um 9 klst. 

Svona bíll ætti skilið að fá auka eftirgjöf á gjöldum vegna þess hve mikið rými hann sparar á malbikinu, aðeins 2,88 m langur, metra styttri en ódýrustu bensínbílarnir. 

Fjöldi nýrra tegunda eru að birtast á mörkuðum í nágrannalöndunum, svo sem Elaris Dyo og Pio og XEF YoYo. Elaris Dyo er með hraðhleðslubúnað og 31,5 kwst rafhlöðu upp á allt að 255 km drægni. Hann er af svipaðri stærð og Smart Fourtwo, en næstum tvöfalt meiri drægni. 

Hjá BL hafa tveir litlir rafbílar af gerðinni Invicta Ds2 verið fluttir inn og ásett verð þeirra 2,5 milljónir. 

Byrjað er að selja rafbílinn Dacia Spring erlendis, ódýrasta fjögurra sæta rafbílinn. 

Niðurfelling á gjöldum nú stingur í stúf við þá framsýni sem sýnd hefur verið við orkuskiptin í húshitun hér á landi.    

 

 

 


mbl.is „Á góðri leið með að úthýsa rafbílum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband