7.1.2023 | 18:51
Hluti mengunarinnar er frá "hreinni og endurnýjanlegri orkunýtingu."
Gott er ef birtar eru upplýsingar um loftmengun í Reykjavík, sem á tyllidögum er stundum nefnd hreinasta borg í heimi.
Umhverfisráðherra hefur nú nefnt þrjár aðal tegundirnar, níturdíóxíð, sem kemur úr útblæstri bila, svifryk vegna notkunar nagladekkja við vissar aðstæður, og síðan brennisteinsvetni, þar sem uppsprettan er ekki nefnd.
En þar hefur aðalvaldurinn um árabil verið brennisteinsvetni frá jarðvarmaorkuverum á Nesjavöllum og Heillisheiði, sem hafa alla tíð verið dyggilega auglýstar sem tákn nýtingar "hreinnar og endurnýjanlegrar orku."
Hvorugt er þó fyrir hendi, og loftmengunin þaðan berst með algengustu vindáttinni í Reykjavík, sem er austsuðaustanátt.
Þótt heimsklassa aðgerðir til að binda kolefni með niðurdælingu ofan í jarðlög, er þar enn ekki um að ræða nema hluta af menguninni.
Mengunin í vetrarstillum tengist ekki nagladekkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.