Stríðsárin færðu Íslendingum stærstu efnahagsuppsveiflu í sögu þjóðarinnar. Nútíminn gekk í garð á byltingarkenndan hátt.
Stærsta byltingin var kannski fólgin í stórstækkandi árgöngum fæddra Íslendinga, nokkuð sem blasti í raun við í tölum en virtist þá og æ síðan hafa alveg farið fram hjá ráðamönnum þjóðarinnar.
Þessi saga hefur áður verið rakin hér á síðunni, yfirfullir barnaskólarnir á sjötta áratugnum, framhaldsskólarnir á sjötta og sjöunda áratugnum, háskólarnir á áratugunum þar á eftir, og síðast en ekki síst, heilbrigðiskerfið allt til nútímans.
Og það fyndna en jafnframt grátbroslegasta við þetta er að þetta er ein og sama kynslóðin, svonefnd stríðsárakynslóð og eftirstríðskynslóð, sem hefur alveg óvart verið til þessara stanslausu vandræða, þótt jafnfram sé þetta sama fólkið, sem lagði grunn að vexti þjóðarinnar og viðgangi.
Um þessar mundir eru það að sjálfsögðu öll svið velferðarþjónustunnar fyrir þennan aldraða aldursflokk, hjúkrunarheimilin og allt heila kerfið, sem líða fyrir sjötíu ára meinloku ráðamanna, sem átta sig ekki á þeim áskorunum, sem stórbætt og dýrara meðferðarkerfi á öllum stigum læknavísinda hafa í för með sér auk sívaxandi stórfjölgunar aldraðra sem hluti af þjóðinni.
Segir rugl að spítalinn sé ekki vanfjármagnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.