9.1.2023 | 08:32
500 megavatta vindorkuver ömurlega vanreifuð.
Byrjunin á fyrirætlunum um 40 risa vindorkuver hér á lanndi, sem geta hvert um sig slagað upp í heila Kárahnjúkavirkjun, er ekki gæfuleg, ef marka má umfjöllun Gunnars Heiðarssonar og fleiri á blogginu og í blöðum.
Ef marka má stærstu atriði þessa áhlaups í nýju virkjanaæði, gætu samanlagðar lokatölur um vindorkuver á landi náð því að tífalda núverandi uppsetts afls á landi og endað í álíka stórri tölu vindorkuvera á sjó.
Þessi tryllta eftirsókn er sannarlega áhyggjuefni.
Eitt af nýjustu útspilunum í þessu æði er skoðanakönnun, sem er augljóslega rangt orðuð, því að spurt er hvort viðkomandi þáttakendur vilji virkja meira í vatnsafli og jarðvarma, en því sleppt að spyrja, hve miklu meira sé rétt að virkja.
Þetta er líkt því að spurt sé hvort viðkomandi vilji að settar séu upp fleiri hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla.
Auðvitað eru fáir á móti því þegar spurt er svona loðið.
Fresta kynningarfundi um vindorkuver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég vann að innviðaverkefni í Danmörku þar sem bóndi nokkur lagði gríðarlega mikið á sig að ná fram breytingum svo ekki þyrfti að fella tré sem lokuðu á útsýniá nálægar vindmyllur. Hann fékk þessi framgengt og vindmyllurnar því ennþá huldar þegar hann lítur út um gluggann.
Geir Ágústsson, 9.1.2023 kl. 15:43
Sæll Ómar í mínum huga á að hafna öllum vindmillum nú um stundir eins og banna á gerfigrasvelli hér sunnanlands vegna þess að þessi fyrirbæri losa örplastagnir,ég get skilið nauðsyn þessara valla norðanlands.
Þakka arga góða pistla.
Kv,
Alfreð Dan
Alfreð Dan Þórainsson (IP-tala skráð) 9.1.2023 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.