9.1.2023 | 23:55
Best væri að hafa eiginnöfnin á búningum landsliðsmanna.
Sérkennileg notkun eiginnafna og eftirnafna hjá okkur Íslendingum er sérstakt íslenskt fyrirbrigði og hluti af þjóðarvitund okkar.
Það ætti að hafa það sem baráttumál að komast út út því ástandi að hafa aðeins eftirnafnið, merkt á landsliðstreyjur okkar, þótt aðrar þjóðir verði að hlíta almennum reglum íþróttasambandanna um það.
Það er alveg ómaksins vert að leita lausnar á því bæði nöfnin séu í merkingjum treyjanna.
Áfram Ísland! Koma svo!
Nýtt nafn framan á landsliðstreyjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.