13.1.2023 | 16:34
Hver er þessi Hnúta og hver er þessi Norðlingaalda sem á að virkja?
Af nöfnum virkjanakosta með vatnsafli sem nefndir voru í dagblöðum í gær voru Nnúta og Norðlingaalda.
Hvernig er hægt að virkja Hnútu? Heitir áin eða fossinn það?
Nei, aldeilis ekki, það er vatnsafl Hverfisfljóts sem virkja skal, en það fljót er annað af tveimur höfuðfljótum í umbrotasvæði hinna stórbrotnu Skaftárelda 1783, sem er með óviðjafnanlegustu náttúrugersemum jarðar bæði jarðfræðilega og zxsögulega.
Hnúta er hæð, sem stendur nálægt virkjunarstaðnum, og í stað þess að nefna Hverfisfljót þykir henta að nota nafn þessarar hæðar eða fells.
Svipað er að segja um Norðlingaöldu, sem stendur nálægt hugsanlegum virkjunarstað í efri hluta Þjórsár. Þetta heiti, Norðlingaölduveita, er reyndar komið úr notkun núna, því að vegna smá breytingar á virkjunarstað heitir hún núna i skýrslum Kjalölduveita, sem er afsprengi sams konar fyrirbæris og Norðlingaalda.
Hvorugt þessara nafna gefur þó minnstu hugmynd um eðli virkjunarinnar, því að með henni er efri hluti Þjórsár í raun virkjaður, með því að taka vatn af þremur fossum í Efri-Þjórsá, sem eru meðal af fimmtán stórfossa Íslands.
Þessir Þjórsárfossar heita Hvanngilja/Kjálkaversfoss, Dynkur og Gljúfurleitarfoss, og eru tveir þeir neðstu á stærð við Gullfoss.
Þess vegna ætti veitan, sem er í raun virkjun, að heita Þjórsárfossavirkjun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.