14.1.2023 | 17:17
Snjómoksturinn er vandaverk.
Það hefur verið fjallað svolítið um mismunandi vinnubrögð við snjómoksturinn í Reykjavík hér á bloggsíðunni að undanförnu og einnig í febrúar í fyrra, og sýndar myndir af mismunandi vinnubrögðum sem sýna vel hve þau geta verið misjöfn, allt frá mislukkuðum mokstri til snilldarvinnubragða.
Dæmið frá Hólmsheiðarvegi er sláandi um eitt mikilsverðasta atriði svona moksturs, og það er að hugsað dæmið fram í tímann, allt til enda.
Borin hafa verið saman vinnubrögðin í Helsinki í desember 1966, þar sem herskari af snjómoksturmönnum var sendur til moksturs strax í upphafi snjókomunnar til þess að koma í veg fyrir að snjórinn fengi tækifæri til að troðast niður af fótum og hjólum og verða þannig að uppleggi fyrir klaka síðar meir.
Að vísu eru hvergi nærri eins miklir umhleypingar í Helsinki og í Reýkjavík, en hér "heima á klakanum" sýnir reynslan núna og í febrúar í fyrra, að það ætti að vera liðin tíð að treysta alltaf á að klakinn og hálkan eyðist fljótlega í næsta hlákukafla. li
Finnar lifðu enn við kröpp kjör 1966 og voru stríðsskaðabætur við Sovétmenn þungur baggi. Þeir urðu að beita frumstæðu handafli mestan part, og munurinn mikill á því ástandi og öllum tækjakostinum sem við eigum núna sextíu árum síðar.
Ævinlega er sú hætta fyrir hendi, að hálkutímabilið verði miklu lengra en ella af því að klakabunkum er gefinn tími til að verða mun illskeyttari og langlífari heldur en ef reynt er að koma í veg fyrir það með forvarnaraðgerðum að þeir fái næði til að koma á svipuðu ástandi og í til dæmis hinum stórfelldau slysaköflum hér um árið sem kostuðu ekki aðeins þjáningar beinbrotinna og lemstraðra, heldur einnig bein fjárútlát.
Gremst snjólosun borgarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.