22.1.2023 | 01:04
Er alger sigur annars aðilans tálsýn?
Deilumálin, sem skópu tvær heimsstyrjaldir á 20. öld, voru afar flókin og hefur áður verið drepið hér á bloggsíðunni á nokkur þeirra, þar sem svonefndir "aðskilnaðarsinnar" koma við sögu; minnihlutahópar sem kröfðust sjálfstæðis á grundvelli sérstakrar menningar sinnar og tungumáls.
Dæmi um þetta eru Súdetahéruðin í Tékkóslóvakíu og Norður- og Suður-Slésvík.
Heila heimsstyrjöld þurfti til að ljúka deilunni um Súdetahéruðin og urðu lok deilunnar harkaleg, héruðin voru endanlega innlimuð í Tékkóslóvakíu og draumsýn hinna þýskumælandi íbúa um að gera héruðin þýsk og íbúana þýskumælandi var kæfð með vopnavaldi.
Alls er talið að fjórtán milljónir flóttamanna hafi flutt frá þeim svæðum, sem Þjóðverjar misstu í Seinni heimsstyrjöldinni.
Getur eitthvað svona orðið að niðurstöðu í Donbashéruðunum og á Krímskaga á annan hvorn veginn, í sigri Rússa eða sigri Úkraínu?
Það er nú heila málið, að tilvist kjarnorkuvopna, bæði hjá NATO og Rússa gjörbreytir öllum aðstæðum, vegna þess stigmögnun í áttina að því að styrjöldin verði að kjarnorkustyrjöld má einfaldlega ekki verða.
Í deilunum um Slésvík og Súdetahéruðin á 20. öld truflaði tilvist kjarnorkuvopna ekki framvindu mála.
Í Slésvíkurdeilu Þjóðverja og Dana við lok Fyrri heimsstyrjaldarinnar var þjóðaratkvæði í allri Slésvík, sem þá tilheyrði Þýskalandi, látin skera úr, og kusu íbúar Norður-Slésvíkur, aðskilnaðarsinnar, að tilheyra Danmörku en Suður-Slésvíkur að tilheyra áfram Þýskalandi.
Gæti eitthvað svona orðið að lausn á Úkraínustríðinu?
Augljóst er að sú lausn yrði erfið vegna þess hve hún yrði flókin, og enn og aftur bætist tilvist kjarnorkuvopna við.
Við blasir að báðir stríðsaðilar segjast ekki sætta sig við neitt minna en sigur.
En það blasir líka við, að hvorugur getur unnið fullnaðarsigur fyrir kröfur sínar.
Stríðið kann því að dragast á langinn þar til menn sjá svipað og við lok Kóreustyrjaldarinnar, að eftir allt það herfilega tjón sem stríðið hefur valdið, verður að semja um vopnahlé og bjarga heiminum frá gereyðingu kjarnorkustríðs.
Kannski eru Þjóðverjar að íhuga eitthvað svona minnugir hinna miklu fórna, sem herför þeirra í austurveg hafði í för með sér 1941 til 1945.
Flýta þurfi vopnasendingum til Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Ætli það ástand sem nú ríkir í Úkraínu sé það sem kallað er
að berjast fyrir friði?
Sá friðarvilji er lítt merkjanlegur meðan Vesturveldin hella sífellt
olíu á það ófriðarbál í stað þess að fá stríðandi fylkingar
að samningaborðinu.
Húsari. (IP-tala skráð) 22.1.2023 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.