37 metrar á sekúndu í hviðum, 10 metrum meira en í Reykjavík.

Nú er það ekki ófærðin ein á Reykjanesbrautinni, sem gerir mörg hundruð farþega innlyksa í þotunum á Keflavíkurflugvelli, heldur stormur, sem fer yfir fárviðrismörk allt upp í 37 metra á sekúndu. 

Nú er ekki hægt að kenna veðurstofunni um neitt; þar á bæ var búið að spá þessu illviðri dögum saman og setja á gular viðvaranir um allt land. 

Það kemur heldur ekki á óvart að hvassara verði suðurfrá heldur en í Reykjavík, því að Reykjavík er alveg einstaklega vel í sveit sett gagnvart veðri með sitt skjól af Reykjanesfjallgarðinum þegar algengasta óveðursáttin, suðaustan með roki og slagviðri, nær sér óheft á strik á Suðurnesjum, þar með töldu flugvallarstæði kenndu við Hvassahraun.  


mbl.is Björgunarsveitir hætta störfum í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var frétt um það að það hefði mælst 70 hnútar á flugvellinum. Hnútar eru samkvæmt því sem ég hef lesið mig til  miðgildi vindsins. Því má ætla að það hefði mælst ca. 100 m/sek í hviðum. Það er nú ansi mikill vindur.cool

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 22.1.2023 kl. 16:08

2 identicon

Gott veður í Reykjavík (og Hvassahrauni)...en enginn vill lenda þar!surprised Lengi, áratugi, verið þannig að aðeins Íslenskir flugstjórar með mikla reynslu af flugvellinum lenda þar þegar slæmt er í Keflavík. Gæti verið að nálæg fjöll og byggingar sem veita skjól/hviður/ókyrrð séu ekki aðlaðandi fyrir óvana og ókunnuga flugmenn til aðflugs?undecided

70 hnútar eru 70 sjómílur á klukkustund eða tæpir 130km/klst eða 36 m/sek. Hnútar eru mælieining á hraða en ekki miðgildi vindsins.

Vagn (IP-tala skráð) 22.1.2023 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband