25.1.2023 | 21:44
Hæpið að Íslendingar hefðu náð í verðlaunasæti.
Viðureign Spánverja og Norðmanna var eina jafna viðureignin í átta liða úrslitunum.
En Frakkar, Svíar og Danir virðast hafa sýnt það að hæpið er að Íslendingar hefðu komist á verðlaunapall á þessu móti, jafnvel þótt við hefðum ekki tapað fyrir Ungverjum, sem voru gjörsigraðir í síðasta leik sínum í milliriðli.
Athugasemdir
Það blasir við að íslenska landsliðið var gróflega ofmetið af nær öllum sem starfa og fjalla um þessi mál, eins og berlega kom í ljós þegar á hólminn var komið.
Auðvitað eru margir frábærir einstaklingar í liðinu, en þetta er kannski sambærilegt við að ætla að matreiða úr fyrsta flokks kjöti og fínasta kryddi og ætlast bara til að útkoman verði sjálfkrafa kræsingar.
Að auki þá finnst mér frekar undarlegt hvað takmarkaðri markvörslunni er hlíft, þrátt fyrir ítrekuð snögg viðbrögð Björgvins Páls eftir að hann sótti boltann í eigið net.
Jónatan Karlsson, 26.1.2023 kl. 07:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.