26.1.2023 | 17:55
21. öldin: öfugþróun, "pitsu- og cocoa puffs-kynslóðin" tekur yfir?
Rangt mataræði er rétt lýsing á upplýsingaöld á skyndibitamat og snarli sem tölur sýna að búa yfir heilsufarslegri´óhollustu af verstu gerð.
Stærstur hluti af þessu fæði er gegnsósa í viðbættum sykri, en samt er neysla þessa matar í örum vexti og er undirstaðan undir sívaxandi útbreiðslu sykursýki og offitu.
Tjónið af útbreiðslu þessar sjúkdóma nemur hundruðum milljarða króna árlega þegar allt er tínt til.
Langmest af því súkkulaðikexi, sem á boðstólum er, er með meira en 30 grömm af hvítasykri í hverjum 100 grömmum, og þetta má lesa á umbúðum þessa fæðis.
Erfitt er að finna hollara fæði en fisk, en þrátt fyrir að Íslendingar veiði margfalt meiri fisk, miðað við fólksfjölda en nokkur önnur sjálfstæð þjóð eru fiskneysla og fiskverslun innanlands á undanhaldi á undanhaldi, enda fer verðið síhækkandi í tímum kvótakerfisins.
Til að skekkja myndina enn frekar er framleiðslu á kjöti og fiski stórlega mismunað; um sjö milljarða króna á ári samkvæmt viðtengdri frétt.
,
Tárvotur Fiskikóngur lokar á Höfðabakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.