Kostir flugvélar umfram þyrlu eru miklir.

Enginn dregur í efa gildi góðra björgunarþyrlna fyrir Landhelgisgæsluna. En mörgum hættir til að ofmeta tala niður gildi eftirlitsflugvélar, sem lítið sem ekkert er minnst á núna, þegar á að stöðva rekstur á einu vél Landhelgisgæslunnar. 

Forstjórinn nefndi nokkur atriði í sjónvarpsviðtali í kvöld, svo sem:

Hægt að flytja fleira fólk. 

Hægt að henda út björgunarbáti. 

 

En kostr flugvélar umfram þyrlu eru miklu fleiri. 

Flugvélin flýgur miklu hraðar og hærra en þyrla upp fyrir veðrin, enda með jafnþrýstiklefa. 

Flugvélin hefur miklu meiri drægni.  

Miðað við stærð er þyrla mörgum sinnum dýrari í viðhaldi og rekstri. 

Þyrla þarfnast margfalt lengri tíma í viðhald en flugvél, þannig að óráð er að hafa færri en fimm þyrlur í þyrluflugsveit. 

En mikið vantar á að svo sé og hvað eftir annað liggur við stórslysi vegna þess hve rekstur þyrlusveitarinnar er fjársveltur. 

Á tímum stóraukinnar umferðar stórra skipa við landið, svo sem stórra skemmtiferðaskipa, er það hreint ábyrgðarleysi að líða samfelldan samdrátt árum saman við þann hluta sjálfstæðis þjóðarinnar og sjálfsbjargar sem lágmarks stærð rækjakosts Landhelgisgæslunnar er og að sá tækjakostur sé til taks í islenskri lögsögu. 

Fyrsta flugvél Landhelgisgæslunnar var FPY Catalina.  Það var langfleyg flugvél og það eru 70 ár síðan. 

Með því að leggja landhelgisflugvélina á sama tíma og landhelgin hefur margfaldast, er klukkunni snúið 70 ár afturábak í þessum efnum. 

 


mbl.is Vélin mest verið suður í höfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband