2.2.2023 | 12:46
Verður byrjað á því að selja slökkvibílana líka? Og slökkvitækin?
Það eru ömurleg rök fyrir því að selja TF-SIF að hún hafi lítið verið notuð hér heima að undanförnu. Það sýnir lítinn skilning á eðli viðbúnaðar- og öryggistækja að tímabundin hlé geti komið í notkun þeirra.
Slys og önnur váleg fyrirbæri gerast nefnilega ekki eftir forskrift manna, heldur algerlega tilviljanabundið.
Enn meira skilningsleysi felst í því að nota minni notkun vegna fjársveltis sem röksemd fyrir því að hætta alveg rekstrinum.
Vísa til næsta bloggpistils á undan þessum um muninn á getu flugvéla og þyrlna.
Þar sem setið er við að pára þennan pistil eru nokkrir metrar til stórs slökkvitækis, sem ekkert hefur verið notað frá upphafi.
Er það nóg ástæða til þess að selja slökkvitækið?
Viðbragðsaðilar í áfalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það að hún sé lítið notuð má e.t.v. nota sem rök fyrir því að vera ekki með tvær. En það stenst ekki sem rök fyrir því að vera með enga.
Vagn (IP-tala skráð) 2.2.2023 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.