2.2.2023 | 18:47
Langmikilvægasta orrusta Seinni heimsstyrjaldarinnar fyrir 80 árum.
Tvær stórorrustur í lok ársins 1942 þóttu marka alger þáttaskil í Seinni heimsstyrjöldinnI.
Annars vegar var það orrustan við EL Alamein milli Þjóðverja og Breta sem Bretar unnu með dyggri vopasendingaaðstoð Bandaríkjamanna, en hins vegar orrustan við Stalíngrad austur við Volgubakka í Rússlandi, en í dag eru rétt 80 ár síðan 6.her Von Paulusar gafst upp í rústum borgarinnar.
Á aðra milljón manna fórust í þessum hildarleik, 6. herinn var á endanum þurrkaður út, og Von Paulus eini þýski hershöfðinginn með æðstu tign sem fram að því hafði gefist upp.
Lengi vel eftir stríðið eimdi eftir því að leggja þessar tvær orrustur að jöfnu.
En tölurnar segja allt annað. Flestar tölur um orrusturnar tvær eru tíu sinnum stærri í Stalíngrad heldur en El Alamein og sú orrusta markaði því margfalt stærri spor í stríðsreksturinn.
Það er því engin furða að Vladimir Pútín geri mikið úr afmælisdeginum og leggi út af tilefni hans.
Það er að vísu langt seilst hjá honum að jafna hermönnumm Úkraínu við hermenn nasista að öllu leyti. En auðvitað er það rétt hjá honum, að nú séu í ljósi nýjustu frétta boðuð koma þýskra skriðdreka í austurveg eftir 80 ára hlé.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.