9.2.2023 | 19:17
Minnir á orðræðuna þegar Sigmundur fór ekki til Parísar.
Yfirbragðið á umræðunni í Alþingi, sem greint er frá í viðtengdri frétt á mbl.is, um viðveru eða öllu heldur fjarveru ríkisstjórnarinnar, minnir dálítið á það, þegar þjóðarleiðtogar heims flykktust til Parísar fyrir átta árum til þess að sýna Frökkum samhug eftir mikil hryðjuverk í París í höfuðstöðvum blaðsins Charlie Hebdu.
Íslendingum stóð til boða að senda okkar mann, en þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sá sér ekki fært að fara og bar við tímaskorti, enda ómissandi og önnum kafinn hér heima.
Þá varð þessi vísa til:
Forystu Íslands féllust hendur;
til Frakklandi var því enginn sendur.
Héðan fór enginn yfir hafið,
því enginn er betri´en Sigmundur Davíð.
Talaði um málþóf og uppskar hlátur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bestu kveðjur, Baldvin Nielsen
„Þá er það byrjað. Samstillt átak fyrir innleiðingu 3. orkupakka Evrópusambandsins“
Fimmtudaginn 9. maí 2019 12:0
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir rök fyrir innleiðingu þriðja orkupakkans snúast upp í andhverfu sína þegar litið sé til íslenskra hagsmuna. Íslendingar hafi notið góðs af því að hafa eitt stórt og öflugt orkufyrirtæki í almannaeign sem bjóði landanum að kaupa raforku á mun betra verði en leyfilegt er samkvæmt ESB. Fallist Íslendingar á rök þeirra sem fylgjandi eru innleiðingunni geti þeir búist við því að sömu rök verði notuð til að koma 4. og 5. orkupakkanum í gegn sem og þegar kemur að því að leggja sæstreng
Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 10.2.2023 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.