Vaxandi taugatitringur yfir dularfullum fyrirbærum í lofthelgi.

Á stríðstímum þegar vaxandi þensla ríkir á milli þjóða, vex tortryggni og ótti við hið óþekkta oft á þann hátt, að "óttinn einn verður að atriði sem verður að óttast sérstaklega" eins og Roosevelt Bandaríkjaforseti mun hafa orðað það ef rétt er munað. 

Kínverskir loftbelgir og nú minni en torkennilegur hlutur yfir Alaska eru dæmi um þetta. 

Þekktasta dæmið er frá þeim tíma sem Kalda stríðið hámarki í byrjun valdatíma Ronalds Reagans og vaktmaður í ratsjármiðstöð Rússa sá nokkur flugskeyti yfir Kyrrahafi, sem stefndu á Rússland. 

Hann óttaðist að þetta sýndi kjarnorkueldflaugar í árás á Sovétríkin en fannst þetta samt sérkennilegt og gæti allt eins stafað af bilun í ratsjárkerfinu. 

Hann hallaðist frekar að hinu síðarnefnda og óttaðist, að ef hann léti aðeins yfirmenn sína vita, yrði stórhætta á því að þeir myndu senda á loft kjarnorkueldflaugar til þess að tapa ekki frumkvæðinu í hugsanlegu kjarnorkustríði. 

Til allrar hamingju tók hann síðari kostinn og í ljós kom, að um bilun í aðvörunarkerfinu var að ræða. 

Nú ríkir stríð í Úkraínu sem hefur ekki enn stigmagnast til fulls, en gæti gert það; og það sem verra er; það gæti orðið tiltölulega lítið atriði, sem gæti hleypt öllu í enn meira bál og brand en þegar logar þarna eystra. 

Er full ástæða til að hlusta á talsmann Sameinuðu þjóðanna þegar hann varar við því, hve tæpt ástandið er og aldrei hafi það verið tæpara en nú eftir að Seinni heimsstyrjöldinni lauk.    

 

 


mbl.is Óþekktur hlutur skotinn niður yfir Alaska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband