13.2.2023 | 14:54
Spor nýlenduhugsunar og stigmögnunar frá 19. öld, 1914 og 1941 hræða.
Tvö hættuleg fyrirbrigði, nýlenduveldahugsun og stigmögnun, virðast lífseig svo árum og öldum skiptir.
Einkum sú fyrrnefnda virðist óæskileg en samt óviðráðanleg tilhneiging í svokölluðum ðryggismálum.
Stríðsrekstur Rússlands er í anda hins foreskjulega nýlenduveldafyrirbrigðis sem var grundvöllur Varsjárbandalags austantjalds kommúnistaríkjanna meðan það var og hét.
Í Kalda stríðiAnu stóðu Bandaríkjamenn fyrir stofnun hernaðarbandalaganna NATO og SEATO umhverfis Norður-Atlantshaf og í Suðaustur-Asíu, sem Sovétmenn litu á sem þess tíma holdgervingu nýlenduveldahugsunarháttar.
Sá hugsunarháttur var ekki fjarri þegar Monroe-kenning BNA var boðuð frá miðri 19. öld.
Í aðdraganda Fyrri heimsstyrjaldarinnar mynduðu stórveldi Evrópu með sér tvær hernaðarblokkir, sem áttu að tryggja eins konar fælingarmátt í gegnum bindandi skuldbindingar aðilanna.
En það sem átti að tryggja fælingarmáttinn breyttist í andhverfu sína í gegnum viðráðanlega stigmögnun, og leiddi Evrópu inn í stórstyrjöld, sem varð í einhver tilgangslausasta styrjöld sögunnar með ómældu tjóni fyrir stríðsþjóðirnar og þar að auki efnivið í framhaldsstyrjöld 1939-1945.
Í október 1940 gerðu öxulvaldin Þýskaland og Ítalía Þríveldasamning við Japan.
Í framhaldi af honum seildust Sovétríkin og Þýskaland til áhrifa í Austur-Evrópu og innlimuðu Rússar Eystrasaltslöndin inn í Sovétríkin og tók fjömennar byggðir af Finnum í harðvítugri styrjöld 1939-1941.
Þjóðverjar gerðu samninga við Austur-Evrópuríki sem höfðu á sér yfirbragð nýlenduveldahugsunar.
Þegar Júgóslavar gerðu friðsamlega hallarbyltingu, sendi Hitler her sinn til að leggja undir sig allan Balkanskagann og Krít að auki.
Nýlenduveldishugsun í sinni verstu mynd með hryðjuverki upp á 17 þúsund manns í hinni óvörðu borg Belgrad.
Þessu var fylgt eftir með innrásinni í Sovétríkin 22. júní 1941 og rétt er að hafa það i huga að meira en þriggja milljóna manna innrásarher var fjölþjóðaher.
Þegar Rússar hafa nú lagt til innrása í Georgíu og Úkraínu horfa þeir á fjölþjóðaher með nýfengnum þýskum skriðdrekum koma úr vestri í kjölfar útþenslu NATO til austurs, sem þeir höfðu áður litið á með gömlum hætti nýlenduhugsunar.
Pólverjar misstu sex milljónir drepna í því stríði, sem Rússar kölluðu "Föðurlandsstríðið mikla".
Þeir eru skiljanlega hugsi þegar þeir sjá líkindin með núverandi stríði og stóra stríðinu mikla, hættuna á stigmögnun og nýlenduhugsun á báða bóga.
Forseti Póllands hikandi yfir beiðni Selenskís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Undir lok 19. aldar var í alvöru sett fram sú hugmynd hjá nýlenduveldunum að "gefa" Gyðingum Uganda til þess að losa Evrópu við þá. Hugsunarhátturinn er ekki góður, að nýta sér hervald til þess að ráðskast með þjóðir og lönd.
Í 14. punktum Wilsons Bandaríkjaforseta var einn um sjálfsákvörðunarrétt þjóða og þjóðabrota. En nýlenduveldin beittu valdi til að koma í veg fyrir það á mörgum stöðum.
Danir fengu því þó framgengt að kosið yrði í Slésvík-Holstein, og urðu að sætta sig við það að gefa Íslendingum eftir sjálfstæði og fullveldi.
Nýlenduveldin notuðu hervald sitt til þess að teikna upp ríki, sem síðar hafa skapað endalaus vandamál, samanber sögu Miðausturlandanna allt til þessa dags.
Ómar Ragnarsson, 14.2.2023 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.