14.2.2023 | 06:52
Goslíkur vaxandi víða.
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir nú svipað og sagt var hér á síðunni fyrir nokkrum dögum, að nú þurfi að hafa meira varann á en áður þegar skjálftahrinur og kvikuhreyfingar séu á ferð á Reykjanestá.
En fleiri eldstöðvar láta á sér kræla. Hekla og Grímsvötn komin á tíma og Askja komin líka í biðrððina með kvikuhreyfingu og upphitun Öskjuvatns sem ný fyrirbæri.
Grunur uppi um kvikuhreyfingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hin mánaðarlega eldgosaaðvörun. Og eins marktæk og fyrri aðvaranir.
Vagn (IP-tala skráð) 14.2.2023 kl. 09:26
Katla, sem er stærri, er einnig komin á tíma, liðin 105 ár frá síðasta gosi + var talin líkleg til að gjósa í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli 2010.
Svo vita menn ekki með Öræfajökul, enn þá stærri, einhver skjálftavirkni þar um daginn, miðað við gos 1362 og 1727 ætti næsta gos að vera þar árið 2092 (sem gæti þó brostið á fyrr).
Alfreð K, 14.2.2023 kl. 15:46
Árið 2000 spáðu fræðingarnir Heklugosi eftir klukkustund og sá spá stóðst.
1999 hafði Eyjafjallajökull ekki gosið síðan 1837, en eldfjallafræðingar hófu þá að undirbúa fólk í nágrenni fjallsins fyrir komandi gos.
Það kom ellefu árum síðar.
Í Kröflueldum 1975-84 komu 14 umbrotahrinur, sem gátu hver um sig endað með gosi. Níu þeirra gerðu það en fimm ekki.
Ómar Ragnarsson, 14.2.2023 kl. 19:21
4 spár sem rættust af hve mörgum settum fram? Ef spáð er gosi á hinum og þessum stað einu sinni eða tvisvar í mánuði kemur að því að einhver rætist. En ég mundi samt ekki vilja fá þetta fólk til að velja fyrir mig lottótölur.
Vagn (IP-tala skráð) 14.2.2023 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.