14.2.2023 | 19:55
Áhrif koma í ljós á æ fleiri "innviði". Flugbeitt útfærsla á verkfalli.
Eftir því sem nær dregur verkföllum morgundagsins koma fleiri og fleiri atriði á sviði svonefndra innviða í ljós þar sem verkfall tiltölulega fárra manna hefur mögnuð áhrif.
Þegar þetta er borið saman við verkföll fyrri tíðar sýnir þetta vel, hvað nútíma þjóðfélagsgerð er miklu flóknari en áður var.
Eina hliðstæðan hér áður fyrr, sem kemur í hugann, eru sú sterka staða, sem mjólkufræðingar hjá Mjólkurbúi Flóamanna höfðu.
Þeir voru fáir, en verkfall þeirra þeim mun meira áhrifameira.
Þegar núverandi ástand kemur í ljós er því líklegt að þau orð, sem eru yfirskrift viðtengdrar fréttar á mbl.is, séu sannmæli: "Miklu alvarlegra mál en fólk heldur."
Miklu alvarlegra mál en fólk heldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo bölvuð sem verkföll eru þá er ekki annað hægt en að hafa samúð með málstað Eflingar því þar er á ferð lægst launaða fólkið að reyna að halda nefinu upp úr vatninu.
Það sem gerir málið svo snúið er að í raun eru launin ekki svo slæm, það er bara ekki hægt að lifa af þeim.
Þeir sem um ættu að véla hafa ekki stðið sína plikt heldur jafnvel gert vont verra.
Húsnæðisskorturinn í boði Reykjavíkurborgar (lóðaskortur) og ríkis (skortur á félagslegu húsnæði).
Útleiga á húsnæði til ferðamanna,braskfélög með klærnar í húsnæðinu og lóðum,nú síðast stórkostlegur innflutningur fólks.
Hagstjórnarmistök Seðlabanka að lækka ekki lánshlutfall til húsnæðiskaupa um leið og vextir voru lækkaðir sem viðbrögð við covid.
Hagstjórnarmistök Seðlabanka að hækka vexti til að sporna við kosnaðarhækkun erlendis frá sem og húsnæðisbólunni sem stafar í og með af fyrrnefndum hagstjórnarmistökum.
Ríkið hefur einnig draslað að hækka skattleysismörk til jafns við lægstu laun.
Ýmsir aukaskattar sem leggjast þungt á þá lægst launuðu, t.d. á bensín.
Trúlega mætti lengi telja enn.
Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 14.2.2023 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.