Margfalt stærra mál en tillögur Berdshoffs fyrir 60 árum.

Fyrir 60 árum, þegar Kópavogur hafði nýlega fengið kaupstaðarréttindi og skipulag höfuðborgarsvæðis var í deiglunni, var erlendur sérftæðingur Berdshoff að nafni ef rétt er munað, fenginn til þess að gera drög að heildarskipulagi samgangna á svæðinu. 

Þá var verkefnið einfaldara en nú er, engar lestarsamgöngur og reiknað með vaxandi einkabílaeign. 

Samgöngusáttmálinn nú með tilheyrandi Borgarlínu og Sundabraut, er ekki aðeins margfalt flóknara og stærra verkefni, heldur þenst áætlaður kostnaður út með geigvænlegum hraða. 

Spár um fólksfjölda á höfuðbotgarsvæðinu og tilheyrandi flækjustig sýna einfaldlega, að hér er um risavaxið mál að ræða, þar sem svo sannarlega er úr vöndu að ráða af þeirri stærðargráðu, að Berdshoff skipulagið á sínum  tima bliknar í samanburðinum. 


mbl.is Vilja ekki endurskoða samgöngusáttmálann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband