22.2.2023 | 16:16
Óvenjuleg lagaflækjudeila.
Vinnudeilurnar núna eru þegar orðnar meiri lagaflækjudeilur en dæmi eru áður um. Hálfrar aldar gamall möguleiki á að Landsréttur úrskurðaði að miðlunartillaga sáttasemjara væri lögleg var skotin í kaf með því að framkvænd kosninga um hana yrði ólögleg.
Áfram virðist þetta þref stefna í að halda í svipuðum dúr.
Segir ekki rétt að verkfallsboðun sé ólögmæt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Miðlunartillagan sem lögð var fram, var engin miðlun í deilunni. Miðlunartillagan var einhliða með öðrum deiluaðilanum, hreint engin miðlun á málum.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 22.2.2023 kl. 22:33
Sæll Ómar.
Þeir eru gamansamir þarna í Landsrétti!
Húsari. (IP-tala skráð) 22.2.2023 kl. 23:19
Það hefur verið bent á það að Landsréttur úrskurðaði að miðlunartillaga sáttasemjara væri lögleg og löglega sett fram. En sáttasemjari getur samt ekki heimtað kjörskrá og sjálfur látið kjósa um hana. Samningsaðilar verða því að láta kjósa um hana vilji þeir ekki afhenda kjörskrá. Og þar sem ekki hefur verið kosið þá hefur miðlunartillagan ekki verið felld. Miðlunartillagan er ígildi kjarasamnings og tæknilega er hún því eini kjarasamningurinn sem er í gildi.
Vagn (IP-tala skráð) 23.2.2023 kl. 02:29
"Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti" Er Ísland svo illa
statt að lagfæring á kjörum hinna lægst launuðu setji allt á hliðina ?
Hér býr meira að baki en krónur og aurar. Það er engu þjóðfélagi til
framdráttar að hluti þess sé við fátæktarmörk.
magnús marísson (IP-tala skráð) 23.2.2023 kl. 06:30
Meðlimum Eflingar var neitað um þau sjálfsögð réttindi að fá að kjósa um þessa miðlunartillögu af þessum sækópat sem telur sig eiga félagið. Um það snýst málið.
Bjarni (IP-tala skráð) 23.2.2023 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.