3.3.2023 | 22:47
Líklegur til afreka í torfærum?
Ekki leikur vafi á því að Hongqi E-HS9 er eðal lúxusbíll, rafhlaðan í ofurstærð og annað eftir því. Enn einn rafbíllinn sem sagt er að sé jeppi.
En myndirnar af honum vekja spurningar.
Að vísu vatnar undir hann í snjónunum, en þegar vel er gætt er honum lagt þannig 'a myndinni me[ fr'ettinni, að hjólin standa ekki í hjólförunum heldur á milli þeirra, þannig að bíllinn sýnist hærrri en hann er.
Með því að skoða fleiri myndir vakna fleiri spurningar. Er þetta sjálfkrafa ofurjeppi við það að vera óumdeilanlega ofur lúxus rafbíll?
Hann verður til sýnis í dag hjá BL og sjón er sögu ríkari.
Rafjeppi með 520 km drægni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við nánari skoðun kom í ljós að þessi 17 milljóna lúxusbíll getur lumað á hækkunarbúnaði, loftpúðakerfi, sem getur hækkað hann upp í allt að 22ja sentimetra veghæð.
Citroen DS kom fram með vökva/loft fjöðrun 1955, sem hægt var að láta hækka bílinn á bilinu 8 - 25 sm, en í efstu stillingu var hann níðhastur.
Nútíma loftfjöðrunarbúnaður er sveigjanlegri hvað mýktina snertir, og á afturöxli Range Rover árgerð 1973 með 30 tommu dekkjum er sú einfalda lofpúðafjöðrun með furðu mikinn sveigjanleika.
Kínverski lúxusbíllinn fær því sín prik fyrir fjöðrunina, en flöt dekk og langt hjólhaf valda því að ofurtorfærujeppi verður hann varla þótt góður sé.
Ómar Ragnarsson, 4.3.2023 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.