4.3.2023 | 13:30
Hvað um "...herskyldu má aldrei í lög leiða..." í stjórnarskrá?
Þeger Ísland gekk í NATO var það undirskilið að Íslendingar væru og yrðu herlaus þjóð og að aldrei yrði hér her á friðartímum.
Þegar Kalda stríðið harðnaði 1950 þótti talsmönnum NATO á borð við Bjarna Benedktsson öryggi Íslands ógnað, því að mesta hættan utan frá fælist í því að "ráðist yrði á garðinn, þar sem hann væri lægstur en ekki þar sem hann væri hæstur."
Niðurstaðan varð að gera varnarsamning við Bandríkin þannig að Íslendingar sjálfir hefðu ekki her.
Það herlið var flutt burtu 2006 og í starfi Stjórlagaráðs 2011 var fjallað um þetta mál með þessari niðurstððu: "Herskyldu má aldrei í lög leiða."
Við tilkomu nýs stríðs í Evrópu má nú heyra raddir um að stofna íslenskan her og er það að sínu leyti tímanna tákn og spurning um nauðsyn slíkrar gerbreytingar á stöðu landsins allt frá örófi alda.
Má stórlega draga í efa að ásætða sé til jafn mikillar kúvendingar í þessum efnum.
Stofna ætti her á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er hægt að vera með her án þess að vera með herskyldu, eins og margar aðrar þjóðir.
Vagn (IP-tala skráð) 4.3.2023 kl. 14:00
Danir eiga í mesta basli með sinn "her". Heilbrigðir ungir Danir vilja ekki ganga í herinn, svo hann er að þynnast út. Þar er ekki herskylda.
Hvernig á örþjóð sem ekki getur rekið Landhelgisgæsluna sómasamlega, og varla sérsveit né heilbrigðiskerfi, að borga fyrir her? Liggur fyrir kostnaðaráætlun? Má Wagner-hópurinn bjóða í verkið?
Ps: Það liggur fyrir skýr samningur við Nato.
Þjóðólfur í Loftkastala (IP-tala skráð) 4.3.2023 kl. 15:13
Sæll Ómar.
Á seinustu árum held ég að æ fleiri spyrji þeirrar spurningar
hvort Ísland hafi þegar framselt fullveldi sitt að stórum hluta
til yfirþjóðlegra stofnana og hafi í framhaldi af því ekkert
um hugsanlega herskyldu að segja?
Húsari. (IP-tala skráð) 4.3.2023 kl. 15:32
Tek undir með Mogens Glistrup, Framlög Íslands til varnarmála á að vera tíkall til að geta sett í símann og tilkynna að við gefust upp.
Bjarni (IP-tala skráð) 4.3.2023 kl. 17:28
Það væri forvitnilegt að vita hvort ESB fólkið hafi áhuga á íslenzkum her líka, hvort þarna er skörun. Þá væri hægt að láta hermennina flæða á milli landa og evrópsk herskylda yrði íslenzk herskylda líka.
Já, heimurinn breytist. Vilja Íslendingar vera áfram í Nató uppá að verða herskyldir, meiri samþjöppun valds og sameiginlegar reglur?
Ingólfur Sigurðsson, 4.3.2023 kl. 18:10
Hvergi í stjórnarskránni er lagt bann við herskyldu.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.3.2023 kl. 18:24
Ef við höfum ekki efni á Landhelgisgæzlu höfum við ekki efni á her.
Mál útrætt.
Ásgrímur Hartmannsson, 4.3.2023 kl. 19:10
Já byrjum kannski á að tryggja öllum fæði klæði og húsnæði?
Svona til að hafa eitthvað sem er þess virði að verja...
Guðmundur Ásgeirsson, 4.3.2023 kl. 19:20
Íslendingar geta gleymt her, af fjárhagsástæðum.
Militia hinsvegar...
En slíkt óttast ríkið eins og pestina.
Það væri ódýr lausn. Að gera bara kröfu á að allir eignist 1 stykki M-16, NATO standard, og eigi alltaf til 600 skot.
En já... almenningur þarf að fjárfesta í ársbyrgðum af salernispappír bara við tilhugsunina.
Ásgrímur Hartmannsson, 4.3.2023 kl. 22:15
Vissir þú Ómar að Íslendingar voru skyldaðir til landvarna í fyrstu stjórnarskrá íslenska lýðveldisins? Hvað á að gera ef til stríð kemur? Ekki hægt að skylda neinn til varnar? Ríkisstjórnin án lagastoða í stjórnarskrá getur ekkert gert.
Jú, Alltaf hægt að skríða undir rúm. Það er valkostur.
Birgir Loftsson, 4.3.2023 kl. 22:30
Ég er svolítið á báðum áttum í þessu máli, er ekki hrifinn af að hafa íslenskan her, en er ekki heldur hrifinn af því að senda sænsk, bandarísk og þýsk ungmenni í dauðann til að vernda okkur fyrir innrás óvinanna, meðan Íslendingar sitja heima og halda áfram að safna spiki.
Annars er svarið gegn þeirri ógn sem að okkur steðjar, afar auðvelt og kannski ekki það sem flestir bjuggust við. Svarið er að gefa okkur á vald Jesú Krists. Fráhvarf frá Honum er ástæða númer eitt fyrir því að hver ógæfan á fætur annarri dynur yfir um þessar mundir. Kannski eina ástæðan.
Theódór Norðkvist, 6.3.2023 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.