Fyrstí þjóðgarður heims, Yellowstone í Bandaríkjunum, var stofnaður fyrir næstum einni og hálfri öld. Síðan þá hefur orðið til sérstök alríkisþjóðgarðsstofnun vestra sem flestir helstu þjóðgarðarnir falla undir.
Stjórn og innviðir þessara garða miðast við það að þetta séu heimsgersemar og til sóma fyrir Bandarikin á alla lund. Á það ekki síst við um alla umgengni og vernd náttúruverðmæta.
Á vönduðum náttúrupassa, aðgangskorti, með tilheyrandi upplýsingum og leiðbeiningum er ritað stórum stöfum: "Proud partner" þ.e. "stoltur þátttakandi. Þótt þjóðgarðarnir séu í einstökum ríkjum Bandaríkjanna, njóta "heimamenn" engra sérréttinda, enda um heimsgersemar að ræða .
Svona er þetta nú í þessu "landi frelsisins."
Þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir ýjaði að því sem ráðherra ferðamála 2014, að við Íslendingar lærðum af hinni miklu og löngu reynslu Bandaríkjamanna, brá hins vegar svo við, að hún og orð hennar voru úthrópuð með upphrópunum eins og "auðmýking" og "niðurlæging."
Kröfur heyrðust um að svona gjald yrði ekki lagt á "heimamenn", þ.e. Íslendinga , heldur aðeins útlendinga.
Frjáls för almennings heft með gjaldtöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekkert sem segir að tilfinningar greiðenda Bandaríska náttúrupassans séu þær sem innheimtuaðilinn lætur prenta á hann. Ríkið okkar gæti sent skattgreiðendum barmnælur "Stoltur greiðandi útvarpsgjalds" og bankarnir gætu sett á sína reikninga "Stoltur greiðandi hagstæðra vaxta".
Vagn (IP-tala skráð) 21.3.2023 kl. 10:44
Þúsundir gesta þjóðgarðanna sem ég hef hitt og talað við á ferðum mínum um tugi þeirra eða lesið skoðanir þeirra afgreiðir þú, Vagn, þannig, að það sé "ekkert" sem segi til um afstöðu þeirra til þjóðgarðann.
Hvaðan hefur þú þetta?
Ómar Ragnarsson, 21.3.2023 kl. 12:56
Afstöðu til gjaldtökunnar, ekki þjóðgarðanna. Og mér er ekki kunnugt um að Bandaríkjamenn hafi verið spurðir um hvort þeir borgi glaðir fyrir aðgang að egin landi. Það er hægt að setja hvaða texta sem er á reikninga, kvittanir og aðgöngumiða. En það að eitthvað standi á miða gerir það ekki satt.
Vagn (IP-tala skráð) 21.3.2023 kl. 16:49
Svör alls þess mikla fjölda fólks sem ég hitti persónulega og allur sá mikli fróðleikukr sem fjöldi bóka og heimilda færði mér á kynnisferðum mínum um 30 þjóðgarða og friðuð svæði í þremur heimsálfum um margra ára skeið birtu áþreifanlega ánægju og stolt þorra þessa fólks.
Ómar Ragnarsson, 22.3.2023 kl. 06:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.