21.3.2023 | 15:27
Endalaust rugl með "hjólbarða."
Byrjum strax á staðreyndum: Á flestum bílum eru fjögur hjól, sem eru samsett úr tveimur meginhlutum; felgu og hjólbarða. Við ásetningu er hjólbarðanum smellt á felguna og síðan er lofti dælt í barðann.
Endalaust rugl virðist vera í gangi varðandi þetta einfalda atriði, þegar kemur að frásögnum af því þegar hjól losna undan bílum.
Virðist vera orðin nokkurs konar málvenja að hjól detti ekki undan bílnum, heldur bara hjólbarðar.
Í yfirgnæfandi fjölda tilfella er það hins vegar ekki raunin, heldur er algengast að felugrær losni, eða að hjólabúnaðurinn sjálfur losni eða brotni.
Sé raunin sú, er réttast að segja að hjól hafi losnað undan bílum. Í viðtengdri frétt á mbl.is er að vísu ekki farið nákvæmlega í saumana á atvikinu, sem er tilefni þessa pistils, en mun líklegra verður að telja, að felga og hjólbarði hafi fylgst að.
Umferðaróhapp er hjólbarði losnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er heldur engin leið að syngja "Þrír hjólbarðar undir bílnum".
Bjarki Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 22.3.2023 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.