23.3.2023 | 00:17
Mussolini var "hinn heiðviðri málamiðlari" í Munchen 1938.
Heimsstyrjöld vofði yfir í september 1939 þegar 4,5 milljónir þýskumælandi manna kröfðust þess sem "aðskilnaðarsinnar" í Súdetahéruðum Tékkóslóvakíu aö héruðin, sem lágu að Þýskalandi, yrðu sameinuð Þýskalandi.
Á síðustu stundu flaug Neville Chamberlain forsætisráðherra Breta til Munchen til fundar við Adolf Hitler, þar sem Benito Mussolini einræðisherra Ítalíu tók að sér að vera "heiðvirður málamiðlari" í deilunni sem ógnaði heimsfriðnum.
Samkomulag náðist með samþykki Daladiers forsætisráðherra Frakka og þýskar hersveitir tóku Súdetahéruðin án þess að hleypt væri af skoti.
Fimm og hálfum mánuði síðar tók Hitler alla Tékkóslóvakíu án þess að hleypt væri af skoti, og fimm og hálfum mánuði eftir það hófst Seinni heimsstjöldin með innrás Þjóðverja og Rússa í kjölfarið inn í Pólland.
Núna krefjast rússneskumælandi "aðskilnaðarsinnar" í austanverðri Úkraínu að sameinast Rússlandi, og Kínaforseti býðst til að verða "heiðvirður málamiðlari" í samningaviðræðum.
Hljómar allt ansi kunnuglega?
Segir friðaráætlun Kína geta bundið enda á stríðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar
Eins og oft áður, þá verður þú, að taka upp saman MSM-fjölmiðla og/eða vestræna-áróðurinn, svo og eins og MSM -fjölmiðlanir hérna kalla þetta fólk allt saman áfram og endalaust "aðskilnaðarsinnar".
Því að vegna lyga- áróðursins þá verður kalla þetta "aðskilnaðarsinnar", nú og auk þess passa svona líka sérstaklega vel uppá minnst EKKI á rússnesku talandi og/eða EKKI á rússnesku ættað fólk, ekki satt???
Nú það er ekkert nýtt, því að við eigum að halda endalaust með þessum stjórnvöldum Úkraínu, og þetta rússnesku ættað fólk þarna í austurhluta Úkraínu á ekki hafa nein rétt, hvað þá fá heimastjórn samkvæmt Minsk 1 og hvað þá skv. Minsk 2, ekki satt??
KV.
Þorsteinn Sch. Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.3.2023 kl. 08:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.