Fjöldi fossa í Noregi. Hvernig er þetta þar?

Í Noregi er fjöldi hárra fossa sem njóta vinsælda ferðafólks. Eitt dæmi af mörgum er Væringjafoss, sem er við Eiðfjörð við leiðina milli vesturstrandarinnar og Harðangursheiðar og er 182ja metra hár.  Voringsfossen_waterfall_at_Eidfjord,_Norway

Hótel er nálægt fossinum og þegar hann var skoðaður fyrir rúmum tuttugu árum virtust svonefndir "innviðir" vera þar í góðu lagi og viðleitni höfð til að stuðla að viðunandi öryggi þeirra, sem vildu njóta þessarar náttúruperlu. 

Síðan þá hafa verið gerðar endurbætur 2015.  

Hvernig væri nú að íhuga hvort við Íslendingar þurfum endilega að finna sjálfur upp hjólið þegar vitað er að í nágrannalöndunum er hægt að kynna sér hvernig staðið er að þessum málum þar?

 


mbl.is Hættuleg leið og þörf á úrbótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Ómar

Gönguleiðin að Glym er torsótt að sumri til. Á veturna á einfaldlega að loka henni. Þekki ekki til hvernig þetta er  við Væringjafoss í Noregi, eða hvernig eignarrétturinn er þar. Veit heldur ekki hvernig að þessum málum er staðið þar á veturna.

Auðvitað mætti, með miklum tilkostnaði, laga aðgengi að Glym. Þó er vandséð hvernig hægt væri að gera hann færan að vetri til. Nema auðvitað að leggja hitaveitu í göngustígana. Þá kemur spurningin, hver á að borga?

Það er útilokað að skylda landeigendur til framkvæmda við þær náttúruperlur er finnast í landi þeirra. Sveitarfélög gætu hugsanlega gert slíkt, en þá kemur að eignarréttinum. Þetta er snúið mál.

Við verðum að viðurkenna þá staðreynd að sumar náttúruperlur okkar verða einungis barðar augum að sumri til. Að við búum nærri heimskautsbaug og því ekki fært um allt landið á veturna. Þarna hafa ferðaskrifstofur skildum að gegna og bera mikla ábyrgð.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 23.3.2023 kl. 23:50

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Drífa í að gera veg fra Uxahryggjavegi vestur að fossinum og síðan göngustíga að og meðfram gilinu.Byggja  hótel og þjónustu aðstöðu sem er bara opin fra apríl byrjun og út okt, ef snjóalög leifa, Byggja síðan göngubrú yfir gilið til að mynda herlegheitin. Þar er norska leiðin komin.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 24.3.2023 kl. 08:26

3 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Ég hef gónt á Vøringsfossen, með því að leggjast með höfuðið fram af klettbrún langt fyrir ofan fossinn sjálfan.  Allir gilbarmar hérlendis eru stórhættulegir að vetrarlagi, sama hvað gert er. Það er eðlilegt og sjálfsagt að vara ókunnuga við þeim hættum sem kunnugir vita vel af, en það verður aldrei hægt að koma i veg fyrir það að fólk fari sér að voða. Því miður.
Búið er að gera miklar endurbætur á gönguleið að Hengifossi í Fljótsdal, en á leiðinni er hinn fagri Litlanesfoss.  Þar hef ég séð fólk fara sér alvarlega að voða og standa afar tæpt til að taka myndir.  Að sumarlagi er hættan augljós, en að vetri til þarf ekki stóran hálkublett til þess að óvarkár gæti ekki að sér.
Langbesta aðstaðan við foss á Íslandi er við fossinn Hverfanda við Kárahnjúka, en hann lokkar til sín þúsundir ferðalanga á hverju ári.

Þórhallur Pálsson, 24.3.2023 kl. 15:46

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef nú verið á ferðinni á Brúaröræfum á hverju sumri síðan 2007 og ekki séð þessar "þúsundir ferðalanga" á Brúardalaleið. 

Ómar Ragnarsson, 24.3.2023 kl. 16:02

5 identicon

Allt er þetta spurning um innviði og eftirlit. Óheftur ferðamannastraumur á Íslandi er ekkert nema bull enda finnst varla óumhverfisvænni atvinnugrein. Um það má víst aldrei ræða. Svokallaðir innviðir fylgja engan veginn eftir fjölgun ferðamanna sem voru einhverjir 1,7 milljón á sl ári ef ég skil tölurnar rétt. Til Noregs komu að ég held 6 milljónir á síðasta ári sem er rétt rúmlega íbúafjöldi landsins. Menn geta ímyndað sér hve miklu auðveldara er fyrir þá að viðhalda sínum innviðum og eftirliti í samræmi við fjölgun ferðamanna. Aðstaða við ferðamannastaði, klósettaðstaða, landvarsla, umgengni um landið, vegakerfið, heilbrigðisþjónusta, gisting, þjónusta og margt fleira hér á landi sem tengist ferðamönnum er allt þanið til hins ítrasta og reyndar sprungið fyrir löngu. Landið er uppselt.    

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 26.3.2023 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband