Endanleg aldahvörf í fjölmiðlun?

Þegar Fréttablaðið kom til sögunnar fyrir 23 árum var það í kjölfar þess að hætt hafði verið útgáfu gömlu flokksblaðanna árin á undan, Tímans, Þjóðviljans og Alþýðublaðsins og eftir stóðu Morgunblaðið og DV. 

Um þessar mundir voru þau blöð bæði undir ritstjórn, sem telja mátti hliðholl Sjálfstæðisflokknum. Útgáfa Fréttablaðsins markaði tímamót í íslenskri fjölmiðlun, og það eru því álíka tímamót þegar útgáfunni er hætt. 

Þegar hætt var að bera blaðið út hér á dögunum var það skriftin á veggnum og jafngilti því að skjóta sig í fæturna. Enda sást strax hvernig auglýsingum stórfjölgaði í Morgunblaðinu. 

Sjónvarpsstöðin Hringbraut hafði vaxið að afli og umfangi síðustu ár og samanlagt brotthvarf hennar og Fréttablaðsins jafngildir kannski aldahvörfum í íslenskri fjölmiðlun. 

Það er því miður viðeigandi að ráðherra menningarmála notar orðið "sorgardagur" um þessi tíðindi. 

Þess má geta, að allt frá 1954 til 2003 ríkti einokun í millilandaflugi Íslendinga, þannig að mikill einokunarbragur var á því og fjölmiðluninni. 

Stofnun flugfélagsins Iceland express 2003 markaði því jafnvel enn meiri tímamót en breytingarnar á íslenska fjölmiðlamarkaðnum.   


mbl.is „Síðasta fréttin hefur verið birt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband