31.3.2023 | 16:33
Bylting líka í gangi í útskiptanlegum rafhlöðum.
Endurhlaðanlegar rafhlöður, sem greint er frá í frétt á mbl.is eru ekki það eina af þessu tagi, sem er í hraðri þróun.
Hafin er bylting í nýtingu útskiptanlegra rafhlaðna, sem á að mestu eftir að ganga í gegn, því að henni þarf að fylgja endurnýjun á innviðum, þ.e. gerð raffarartækja, sem bjóða upp á útskiptin og sömuleiðis stöðvar eða skiptikassar, sem gera þetta mögulegt.
Á Tævan er þessi bylting komin lang lengst, og felst nú í tæpla 800 skiptikassa kerfi við götur höfuðborgarinnar Tæpei. Þeir virka svipað og skiptikassar fyrir gaskúta eða gosdrykki myndu virka.
Notandinn getur séð á appi á farsíma sínum hvernig staðan er á rafhlöðunum í skiptikössunum, valið sér einn til að renna upp að og skipt út annarri eða báðum rafhlöðunum á Gogoro rafhjóli sínu á innan við tíu sekúndum, tekið út tvær fullar rafhlöður og sett tvær tómar inn í staðinn.
Nú þegar eru framleiðendur lítilla rafbíla að huga að gerð innviða í skiptistöðvum, sem gera þetta mðgulegt á sérhönnuðum skiptistöðvum, þar sem bílnum er rennt inn á búnað, sem gerir þetta með róbótaaðferð!
Síðuhafi á rafhjól af gerðinni Super Soco LUx, þar sem hann getur haft meðferðis tvær aukarafhlðður á 40 lítra farangurskassa á hjólinu og skipt út rafhlöðum á ferðaleiðinni sem hefur mælst vera 130 kílómetrar!
Í annarri reynsluferð voru fengnar rafhllöður að láni til þess að líkja eftir þvi að fara Gullna hringinn á rafhjólinu á þeim forsendum, að á bensín- og veitingastöðvum á leiðinni væru skiptistöðvar!
Ferðarleiðin var alls um 230 kílómetrar og farin á fjórum klukkustundum.
Myndin var tekin í þessari ferð við Gullfoss.
Bylting af margvíslegu tagi getur verið rétt handan við hornið í þessum málum, ef menn fylgjast bara með því sem er að gerast í heiminum!
Getur hlaðið sömu rafhlöðuna 2100 sinnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nio Now Has More Than 1,200 Battery Swap Stations In China
The automaker has plans to have 4,000 of them in operation by 2025 (of which 1,000 will be outside China).
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 31.3.2023 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.