1.4.2023 | 08:38
"Ó, þú yndislega haf.."
"Föðurland vort hálft er hafið" segir í þekktu ljóði um forsendu mannlífs á Íslandi, sem er hafið við landið. Án viðunandi ástands hafsins væri landið óbyggilegt; því ræður hnattstaða þess.
Í laginu og ljóðinu "Ó, þú yndislega land" eru fjðgur erindi, og fjallar það fyrsta um landið, annað um hafið, hið þriðja um jörðina og lokaerindið um lífið.
Svona hljóðar erindið um hafið:
Ó, þú yndislega haf,
allt það besta, sem mér gaf!
Örvar mig og augun gleður
öldufalda geislatraf.
Aðeins þér að þakka er
það, að lífvænt skuli hér.
Sæll ég er á öldum þínum
orðinn líkt og hluti´af þér.
Við þetta er litlu að bæta. Rannsóknir á hita, seltu og sýrustigi sjávar eru forsenda þess að hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast í hafinu umhverfis landið og átta sig á því hvort hætta geti verið á því að kólnun verði í hafinu vegna minnkunar Golfstraumsins.
Sjávarhiti við Suður- og Vesturland vel hár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þá (skv. frétt) kenningin ónýt um ferskvatnsviðbótina miklu við landið, frá bráðnun Grænlandsjökuls, sem orsaki hér risjóttara veðurfar?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 2.4.2023 kl. 07:19
Tvennt sýnist leikmanni, að geti haldið lifand efa um þetta. 1. Hvort mælingarnarar séu nógu víðfeðmar og góðar. 2. Hvort sviðsmyndin með Golfstraumnum sökkvandi taki lengri tíma sen svo að það sjáist strax.
Ómar Ragnarsson, 2.4.2023 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.