Rússneski fulltrúinn í Öryggisráðinu var fjarverandi þegar Kóreustríðið hófst.

Mörg álitamál og deilumál hafa komið upp í tæplega áttatíu ára sögu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 

Í einu þeirra skrópuðu Rússar á fundum ráðsins, og þá vildi svo til að Norður-Kóreumenn réðust fyrirvaralaust inn í Suður-Kóreu. 

Vegna fjarveru Rússa þegar ðryggisráðið fjallaði um málið, gátu þeir ekki notað neitunarvald sitt til þess að andæfa ályktun ráðsins um að her á vegum Semeinuðu þjóðanna yrði stonaður og sendur á hinar nýju vígstöðvar. 

Mjög mjóu munaði að Norður-Kóreumönnum tækist að leggja allan Kóreuskagann undir sig, og þeirri spurningu verður líklega aldrei svarað til fulls, hvort fjarvera Rússa varð til þess að her Sþ fór gegn innrásarhernum bæði á landi og í innrás af sjó, og sneri dæminu við með því að sækja alla leið norður undir landamærin við Kína við Yalufljót. 


mbl.is „Versta aprílgabb allra tíma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband