Gæti verið ótrúlega stór frétt að bóluefni við krabbameini sé að koma.

Framfarir í læknavísindum hafa raðað sér í gegnum tíðina í sögu mannkyns sem meðal stærstu frétta.  Má nefna marga sjúkdómi sem dæmi, svo sem mænuveikina á miðri síðustu öld.

"Til moldar oss vígði hið mikla vald, 

hvert mannslif, er jörðin elur.

Sem hafsjór þau rísa, fald við fald,

og falla, en Guð þau telur..."

 

Þannig lýsti Einar Benediktsson hinum einfalda veruleika mannslífanna. Milljónirnar sýnast hafsjór en þó er ekkert mannslíf og engin alda nákvæmlega eins og önnur. 

Þessu hefur verið lýst hér á síðunni með því að vitna í lag og ljóð, sem ber heitið "Það er ekki annað í boði" þar sem meðal annars eru þessar línur:

 

Þegar við fæðumst og færir oss yl

framtíðar morgunroði

við engu´um það ráðum að erum við til;

það er ekki annað í boði..." 

 

Nú stendur yfir hátíð kristinna manna, sem snýst um líf og dauða, og því kemur fréttin um hugsanlegt stórvirki læknavísindanna á viðeigandi tíma. 

Og ljóðið "Það er ekki annað í boði" endar svona:

 

"...því jarðlífið sveiflast sem hverfanda hvel, 

í heilsunni´er fjör eða doði. 

Er dauðinn þig tekur, þá taktu´honum vel;

það er ekki annað í boði. 

 

Núið, hver stund, sem þú nota skalt vel, 

fæðing og dauði; fjörbrot og hel, 

upphaf og stopp, samt hluti´af eilífðarvél;

það er ekki annað í boði."

 

 

 


mbl.is Bóluefni gegn krabbameini verði tilbúið fyrir 2030
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Nýju ból­efn­in byggja á mRNA-tækni en bólu­efnið gegn kór­ónu­veirunni bygg­ist á sömu tækni."

Guðmundur Ásgeirsson, 8.4.2023 kl. 15:24

2 identicon

Sæll Ómar.

Alda aldanna e. Einar Jónsson, myndhöggvara hefur að geyma sömu hugsun
og fram kemur hjá Einari Benediktssyni, skáldi en er þó
öllu jarðbundnari og gerir ekkert með hver gaf og tók heldur
að sérhver maður er af konu fæddur þó svo undantekningu megi finna
í Macbeth í samnefndu leikriti Shakespears, - hvað svo sem er
gerandi með það!

Húsari. (IP-tala skráð) 8.4.2023 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband