Snillingur, sem enn getur unnið leiki og mót.

Síðasta HM í fótbolta varð afar mikilvægt fyrir knattspyrnusnillinginn mikla, Lionel Messi, þar sem sjá mátti kafla í spili, þar sem sóknarlínan gat notað einstæðan sólóspuna Messis til að vefa í kringum stærri spilvefi, sem skópu mörk. 

Á þessu móti mátti sjá ýmis afbrigði af hæfni hans til að splundra vörnum mótherjanna og nýta það fyrir sig og eigið lið til að spinna glæsilegar og árangarsríkar leikfléttur. 

Nú er aldurinn farinn að hafa áhrif á þann firna erfiða leikstíl, sem hefur verið aðall Messis, þar sem hann er allt í öllu í leik liðsins um víðan völlinn í vörn og sokn. 

Það styttist því væntanlega í það að ekki verði lengur mögulegt að valda svona firna erfiðu hlutskipti til fulls. 

Hann nálgast nú þann stað, bæði í staðreyndatali og almennu mati, að standa ekki aðeins jafnfætis Maradona sem besti leikmaður sögunnar, heldur fara fram úr honum. 


mbl.is Messi allt í öllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband