17.4.2023 | 14:16
Einkenni hins nýja eldgosatímabils?
Jarðskjálftarnir, sem þessar vikurnar eru í gangi á Reykjanesskaganum allt frá sjó við Reykjanestá og austur úr, eru athyglisverðir, einkum þeir vestustu.
Sérfræðingar hafa talað um að eldgosin við Fagradalsfjall og aðrar hræringar undanfarin ár séu merki um að átta hundruð ára goshléi á svæðinu sé lokið.
Engar mælingar voru þær aldir, sem eldgosin voru fyrir hléð, og því skortir samanburð að því leyti.
Það breytir því ekki að það verður að vera við öllu búinn hér eftir þótt erfitt sé að spá miklu um það hvernig sú breyting gerist í nánari atriðum.
Skjálftar suður af Reykjavík og við Selfoss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þá koma virkjanir á Austurlandi sér vel,næst er að huga að því að koma hluta af Jökulsá á Fjöllum inn á virkjanakerfi Austurlands,mætti huga að því að affall yrði á Beru eða Hamarsfirði þá er næg fallhæð ogf ógnrar mikil orka fæst
Virkjun (IP-tala skráð) 17.4.2023 kl. 16:00
Vegalengdin frá Jökulsá á Fjöllum austur í Berufjörð eða Hamarsfjörð er minnst 100 til 120 km, en virkjanafíklar fimbulfamba um þetta og ótal fleira eins og ekkert sé.
Ómar Ragnarsson, 17.4.2023 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.