25.4.2023 | 12:39
Norðmenn settu bundið slitlag í forgang fyrir 30 árum.
Það hefur verið áhugavert að kynnast norsku vegakerfi á mörgum dagskrárgerðarferðum um það dreifbýla land.
Áberandi var að Norðmenn settu malbikun vegakerfisins í forgang, og komust vel áfram með það verkefni, þótt það bitnaði sums staðar á því að breikka vegina.
En heildarverkefnið var greinilega svo tröllaukið að þessi leið var farin. Þegar fyrir aldarfjórðungi var leitun að vegi hjá frændum okkar, sem líktist þeim vegi á Vatnsnesi, sem fylgir viðtengdri frétt á mbl.is.
Gæti kostað 150 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst talsvert vanta upp á viðhald á því bundna slitlagi sem er á Íslandi
Ísvo ekki sé talað um upphækkanir og hraðahindarnir
Grímur Kjartansson, 25.4.2023 kl. 21:20
Gott að geta sett verkefni í forgang og enn betra að hafa alla vasa fulla af olíupeningum. En stundum dugar það ekki til.
Vagn (IP-tala skráð) 26.4.2023 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.