"Skal í gegn hjá okkur" stefnan á undanhaldi?

Lengi var stefna í hávegum höfð víða varðandi legu helstu þjóðleiða landsins að þær færu um hlaðið á helstu þéttbýliskjörnum á leiðinni.  

Gott dæmi var gamla brúin yfir Ytri-Rangá á Hellu. 

Þegar óhjákvæmilegt varð að gera nýrri og breiðari brú vildu margir að hún yrði á sama stað og gamla brúin, en við hana hafði myndast þéttbýli.  

Ein af helstu rökunum fyrir því var að með þvi að gera brú sunnar á ána yrði grundvellinum fyrir þorpinu kippt í burtu. 

"Skal í gegn hjá okkur" stefnan. 

Þetta var á dögum Ingólfs Jónssonar á Hellu, sem var ráðherra og áhrifamaður, og lausnin varð sú, að veita aðlögunarstyrki fyrir þá sem yrðu fyrir búsifjum af breytingu vegarstæðisins. 

Þetta reyndist happadrjúg lausn, og myndi marga undra í dag, að á sínum tíma skyldi þetta verða að deilumáli. 

Dæmi um að slíkra lausna megi leita víðar er sú tregða, sem er gegn hagkvæmustu vegarlagningu á íslandi, sem er 14 kílómetra stytting Þjóðvegar eitt með því að leggja nýja leið yfir hagkvæmt brúarstæði við Fagranes í Langadal. 

Um þessar mundir eru í bígerð nýjar samgönguframkvæmdir við Selfoss og Egilsstaði þar sem hugsa þarf um að akstur í gegn á þessum stöðum þjóni sem best aðal þjóðleiðunum í víðum skilningi. 

Nokkuð vel virðist verða fyrir því séð að forðast "skal í gegn hjá okkur" aðferðina á Selfossi, sem hefði getað falist í því að þvinga alla gegnumstreymisferð í gegn um miðbæinn þar. 

Erfiðaara er um vik og flóknara úrlausnarefni við Egilsstaði, en vonandi rata þeir á skástu lausnina þar. 


mbl.is Þjóðvegurinn út úr þorpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband