Hvað um Öskju?

Páll Einarsson minnir réttilega á það í viðtali við mbl.is að óvenju margar eldstöðvar geri sig nú líklegar til að vera komnar á tíma varðandi eldgos. askja_her_ubrei_wattsfell_1313297

Hann nefnir þó ekki Öskju meðal hinna efstu í lista, þótt þar hafi kvika á litlu dýpi valdið landrisi undanfarin misseri. 

Staðurinn er undir vesturenda vatnsins vinstra megin á myndinni, sem þýðir það, að gos þarna gæti orðið kröftugt öskugos. 

Reynslan frá gosinu 1875 er ekki uppörvandi. 

En Páll er líklega varfærinn í þessu efni, því að vegna skorts á samanburðarmælingum frá fortíðinni er líklega ómögulegt að spá um þessa eldstöð af neinni nákvæmni. 


mbl.is „Fylgir því að búa í svona landi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú orðinn níræður og hefi verið að búast við Kötlugosi síðan ég man eftir mér. Ég  las það einhvern tímann í skólabók að Hekla væri útkulnað eldfjall. Svo vaknaði ég við vondan draum, 29. mars 1947, upp við það að Hekla væri farin að gjósa. Það virðist því vera erfitt að spá fyrir um eldgos. Það mun þó hafa verið 17.janúar 1991, að tilkynnt var í sjónvarpi að Heklugos  hæfist eftir 20 mín.    Sú spá stóðst!

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 6.5.2023 kl. 13:47

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta var nú víst Heklugosið 2000 þar sem spáin stóðst svona vel. Ég var þá á leið til Akureyrar og að stíga upp í vélina á Reykjavíkurflugvelli þegar ég heyrði í litlu ferðaútvarpstæki mínu þessa spá. 

Fékk flugstjórann á leiðinni norður til að sveigja af leið ofan skýja til að ná gosinu og senda fyrstu myndirnar út frá Akureyri!

Ómar Ragnarsson, 6.5.2023 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband