Ópíóðafaraldur, flóðbylgja viðbótar við það sem fyrir var.

Ópíuóða verkjalyfin, sem komast upp í það að drepa fimmtíu þúsund manns árlega í Bandríkjunum, voru fundin upp af lyfjasérfræðingum þar í landi og auglýst í upphafi sem lítt ávanabindandi. 

Annað kom á daginn og nú skellur þessi bylgja á okkur rétt eins og að enginn geti ráðið við neitt. Blasti þó bitur reynsla Bandaríkjamanna við, en þar í landi sáu ósvífnir lobbyistar í þinginu fyrir lagabreytingum sem lömuðu lyfjaeftirlitið í landinu í stað þess að efla það. 


mbl.is „Fjárhættuspil í íslensku samfélagi eru ótrúlega aðgengileg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Sæll Ómar.

Í bókinni Syndin er lævís og lipur
þá telur Jón kadett sér til tekna að
hafa einungis í eitt skipti látið freistast
af tilteknum gufum en það skiptið reyndist einungis
fyrir tilviljun ekki hafa orðið það síðasta
í eitt skipti fyrir öll.

Man ekki til að spilafíkn sé nefnd í þeirri bók frekar
en í Harmsögu æfi minnar.

Ekki viss um að þetta eigi saman að nokkru leyti þegar
allt kemur til alls; grundvallarmunur er á.
Ef til vill tæki til fjarmögnunar.

Viðfang fíknar er einn daginn þetta þann næsta allt annað
og fyrr á árum hvað þekktast var þá..

Fátt er það sem ekki er hægt að misnota.
Það afsakar ekkert og hjálpar ekkert að líta
þannig á málið.

Húsari. (IP-tala skráð) 7.5.2023 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband