7.5.2023 | 17:33
"Hraðhjólastígar"; n.k.hraðbrautir fyrir reiðhjól.
Gott er að frétta af því, að hugtak, sem erfitt hefur verið að útskýra, virðist vera að ryðja sér til rúms. Þetta fyrirbæri mætti kalla "hraðhjólastíga".
Hraðhjólastígar eru ekki með háan hraða, þrátt fyrir heitið, enda stígarnir aðeins 2,5 til 3 metrar á breidd, heldur lægri ferðatíma í krafti þess að vera hannaðir þannig að vera sem greiðfærastir og bjóða upp á sem jafnastan hraða hálægt 25 km hraðanum.
Reynsla Akureyringa af 2,5 m breidd leiddi til þess að þeir breikkuðu stíginn í 3 metra, sem er alger klassamunur.
Síðuhafi axlarbrotnaði í árekstri á hjólastig á Geirsnefi við hjólreiðamann, sem kom á móti og sveigði inn á ðfugan helming.
Stígurinn er 2,5 m, en væri hann 3 m hefði það gert gæfumuninn.
Sem dæmi má nefna algengustu hjólaleiðir síðuhafa, á rafreiðhjóli, frá Sp0nginni í Grafarvogshverfi vestur á svæðið milli Umferðarmiðstöðvarinnar og kvosarinnar. Leiðirnar eru 8-14 kílómetrar, en meðalhraðinn ekki nema um 16 km/klst.
Þar spila ýmis önnur atriði inn í en gilda hjá bílum, til dæmis það hvort diskahemlar eru á hjólunum eða ekki.
Munurinn á 15 km hraða og 25 km hraða er umtalsverður, allt að kortérs munur hvora leið, og veldur því oft, að gripið sé til léttbifhjóla, sem notuð eru á götunum í stað þess að nota stígana og spara því drjúgan ferðatíma.
Breiðholt express yfir Elliðaárnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.