Aukin bílakaup eru nauðsynlegur hluti af orkuskiptunum.

Til þess að koma orkuskiptum í kring í landsamgöngum þarf ekki aðeins að slá í klárinn varðandi innviðina til aðstöðu við hleðslu bílanna, heldur þarf líka að fjölga bílunum sjálfum.  

Það kann að sýnast kostnaðarsamt á tímum, þar sem draga þarf úr þenslu og verðbólgu, en þá verður að hafa í huga, að áður hafa farið hér fram orkuskipti á síðustu öld, þegar jarðefnaeldsneyti var skipt út fyrir hitaveirur til húshitunar. 

Milljón tonn af olíu á ári fyrir samgönguflotann í beinhörðum gjaldeyri felur í sér mikinn ávinning, ef hægt er að losna við þau útgjðld. 


mbl.is Fólksbílasala jókst um 16,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvert er kolefnisfótsporið af smíði rafbíls og förgun við lok líftíma?

Hvert er heildarkolefnisfótspor bensínsbíls á meðallíftíma hans?

Hver er þungmálmafótsporið af rafbílnum vs. bensínbílnum?

Svörin við þessum spurningum eru lykilatriði.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.5.2023 kl. 22:24

2 identicon

Guðmundur.

Litíum og þungmálma í rafbílunum má endurnýta. Jarðefnaeldsneytið verður ekki endurnýtt.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 11.5.2023 kl. 11:08

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

En hvað með kolefnisfótsporið af endurvinnslu þungmálmanna?

Þegar lítíumrafhlaða ónýtist er ekki hægt að endurnýta hana sem rafhlöðu. Hvað annað er þá hægt að endurnýta hana í?

Guðmundur Ásgeirsson, 11.5.2023 kl. 11:16

4 identicon

Menn hafa velt fyrir sér hvernig hægt sé að minnka kolefnisfótspor þessara rafgeyma sem mest.

Þar sem vind- og sólarorka er virkjuð, þar er mikil þörf fyrir rafhlöðusamstæður til þess að geyma umframorku. Á það hefur verið bent á að eftir að litíumrafgeymar eru ónothæfir í bíla þá megi nota þá í mörg ár í slíkum rafhlöðusamsstæðum. Eftir það verði málmarnir úr þeim endurnýttir, það væri fráleitt að henda þeim á haugana. 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 11.5.2023 kl. 12:30

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og hvað svo þegar rafhlöðurnar verða ónothæfar fyrir þessar samstæður?

Hvað á þá að gera við þær og hvaða umhverfisfótspor verður af því?

Verður það kannski bara "seinni tíma vandamál" eins og kjarnorkuúrgangur?

Guðmundur Ásgeirsson, 12.5.2023 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband