Arabaríkin í lykilaðstöðu í orkumálum.

Í öllu hinu gríðarlega staðreyndaflóði, sem birst hefur á ótal ráðstefnum og í fjölmiðlum, vekur sú meginmynd athygli, að svo virðist sem olíulindir Miðausturlanda séu þess eðlis, að olíuframleiðsluríkin þar komi ævinlega út úr mögulegum sviptingum með pálmann í höndunum. 

Þrátt fyrir sífelldar fréttir af olíu- og gaslindum norðar á hnettinum, blasir við, að ævinlega verður hagkvæmast að nýta olíulindirnar í þeim hluta jarðar þar sem sólar hefur notið best alla tíð og því alla jafnan mestur jarðargróði, sem síðar hefur breyst í olíulindir. 

Meðan olíunnar nýtur enn við í Miðausturlðndum verður dýrara að vinna olíu á norðlægari slóðum. 

Sú er líkast til meginástæðan fyrir því, að ekki verði neitt úr vinnslu á Drekasvæðinu og hliðstæðum svæðum á þeim tíma sem eftir er af líftíma olíulinda Arabaþjóðanna.  

Í fróðlegu útvarpsviðtali við Braga Árnason hér um árið var hann beðinn um að spá fyrir um það hvernig orkumálin myndu þróast í framtíðinni. 

Á sínum tíma hafði hann spáð rétt um nýtingu vetnis sem orkubera. 

"Sólarorkan", svaraði Bragi og bætti síðan við: Það þýðir, "að hin suðrænu ríki verða í lykilaðstððu varðand nýtingu hennar með lang hagstæðu aðstæðurnar, rétt eins og í þau hafa verið í nýtingu sólarorku fyrri tíma, sem skóp olíulindirnar."

,  

 


mbl.is Fundar með forráðamönnum furstadæma um loftslagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í olíukreppunni á áttunda áratug síðustu aldar vaknaði sú hugsjón hjá Braga Árnasyni prófessor að gera Ísland sjálfbært með orku. Fljótlega fékk hann þá hugmynd að þar sem olía og annað jarðefnaeldsneyti væri ekki óþrjótanlegt þá hlyti vetni, unnið með sjálfbærum orkugjöfum, að verða orkumiðill framtíðarinnar, enda væru olíulindir og annað jarðefnaeldsneyti ekki óþrjótanlegt. Þessari hugmynd kom hann á framfæri í fyrirlsetrum víða um heim,löngu áður en loftslagsvá af völdum gróðurhúsalofttegunda komst í hámæli. Sumir brostu í kampinn en margir vísindamenn hrifust af þessum hugsjónum hans. 

Professor Hydrogen | The Optimist Dailyhttps://www.optimistdaily.com › 2007 › January

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 15.5.2023 kl. 13:21

2 identicon

Þó heitt sé í Miðausturlöndum þá njóta þau ekkert meiri sólar en aðrir hlutar jarðarkringlunnar. Meðaltal yfir árið á öllum stöðum jarðar eru um 12 tímar á sólarhring. Aftur á móti er vindur þess eðlis að hann blæs sumstaðar án hiks dag og nótt allan ársins hring.

Vagn (IP-tala skráð) 16.5.2023 kl. 13:36

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Menn mega ekki gleyma því að sólarhæð skiptir meira máli en fjöldi sólarstunda. 

Vagn þarf helst að koma með einhver rök fyrir því að sólarorkunnar njóti jafnvel við heimskautin eins og við miðju jarðar. 

Ómar Ragnarsson, 16.5.2023 kl. 16:40

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Vagn snýr auðvitað út úr. Það er hans hlutverk og óþarfi að eyða sólarorku í það.

Olíuauðlindir Arabíu hafa þann kost umfram aðrar að vera nálægt yfirborði Jarðar, og af léttari gerðinni.

Það sem Brasilíumenn eru að gera er þögul bylting. Þar eru menn með stór áform.

Annars er mögulegt að Arabíu-olían streymi bráðum hægar til Vesturlanda en áður. Sádarnir eru hættir að svara bænum Bidens og bjóða í staðinn Kínverjum í fína heimsókn. 

Kannski hverfur Arabíuolían frá Vesturlöndum áður en Vesturlönd eru tilbúin að kveðja hana.

Geir Ágústsson, 16.5.2023 kl. 19:31

5 identicon

Hvers vegna heldur þú að sólgleraugu sem duga vel til sjónverndar í Miðausturlöndum séu gagnslaus á pólunum?

Does living in the Arctic require wearing shades against sunlight reflected  off snow on the ground? - Quora

Olíuauðlindir Arabíu hafa þann ókost, eins og aðrar olíuauðlindir, að vera takmörkuð auðlind sem lítið er eftir af. Geir, sem starfar mikið fyrir olíuiðnaðinn, þarf sennilega að að finna sér annað starf innan fárra ára. Hvort síðustu dropar Arabíuolíunnar fara til Kína eða vesturlanda er ekki mikið áhyggjuefni. Spurningin er bara hver verður viðbúinn og getur hætt notkun án mikilla raskana.

Vagn (IP-tala skráð) 16.5.2023 kl. 20:14

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Á sérhverjum tíma er einhver sem spáir því að olíulindirnar séu að þorna upp. Saga slíkra spámanna er sennilega yfir 100 ára gömul. Það er gott að einhver heldur á þessum kyndli í dag. Við þurfum á því að halda til að geta eftir 30, 40 eða 50 ár litið til baka til að benda á slíka spámenn.

Gangi þér vel með sólarorkuverið þitt á svissnesku ölpunum. 

Ég vinn vel á minnst ekki með olíu og gas í dag, en kannski aftur dag einn.

Geir Ágústsson, 16.5.2023 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband