Hamfarasvæðið á Ítalíu við Bologna er stundum kallað "Motor Valley" vegna þess að þar eru verksmiðjur Ferrari, Lamborghini, Maserati og Pagani og við bæinn Imola er kennd ein af þekktustu kappakstursbrautum heims sem fóstrað hefur löngum fræga Formúlu eitt kappakstra.
Í eimuml slikum fórst Ayerton Seanna, sem af sumum er talinn hafa verið besta kappakstursmann allra tíma.
Í Imola er verksmiðjan Tazzari, þar sem framleiddir eru ýmsir íhlutir úr léttum efnum, og eru menn í þeirri verksmiðju sérfræðingar í að hanna og setja saman margvíslega hluti með límingum.
Tazzari bræðurnir höfðu svo mikinn áhuga á rafbílum, að þeir prófuðu að hanna og setja saman nokkra bíla af þeirri gerð, sem frumsýndir voru á bílasýningu í Boogna 2009.
Þetta var í frumbernsku almennilegra rafbíla og því eðlilegt að smá barnasjúkdómar slæddust með í smíðinni, en heima á Íslandi voru feðgar sem eiga verslunina Álfaborg líka miklir áhugamenn um rafbílavæðingu og eru með viðskipti við Tazzari.
Þeir fluttu inn tvo bíla af Tazzari Zero gerð, og hefur annar þeirra verið í umsjón síðuhafa síðan haustir 2017 og gefið af sér margar ánægjustundir sem ódýrasti rafbíllinn hér á sínum tíma, með 100 km drægni, 100 km hámarkshraða og sæti fyrir tvo.
Drægnin hefur dugað til ferða upp í Borgarfjörð og austur fyrir fjall.
Myndskeið: Tugþúsundir yfirgefið heimili sín á Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.