22.5.2023 | 00:48
Kominn er tími til að reikna almennilega út fyrir framtíðarorkuvinnslu.
Í forsendur orkuvinnslu íslensks vatnaafls, jarðvamra og vindorku hefur vantað og vantar enn mörg grundvallaratriði.
1. Rányrkja á jarðvarma, svonefnd "ágeng orkuöflun" er eitt stærsta málið. Hingað til hefur bara verið vaðið áfram og látið nægja að nefna 40 ára endingartíma gufluaflsvirkjana, sem þar að auki hefur verið áætlaður of glannalega. Gufuaflsvirkjanir Reykjanesskagans mun því ganga sér til húðar eftir örfáa áratugi. Þetta er afleitt og veldur því, að engin leið er til að gera neina áætlun um framhaldið. Þessi rányrkjustefna er þegar farið að bitna á nýtingu lághitasvæða til heimila og innlendra fyrirtækja.
2. Orkustofnun tekur nú lauslega á því að "frumvarp um breytingu á lögum um Orkustofnun og á raforkulögum tryggi ekki raforkuöryggi almennings til framtíðar."
3. Smá von kviknaði þegar forstjóri Landsvirkjunar sagði við gangsetningu Þeystareykjavirkjunar að þar yrði slegið af rányrkjustefnunni og virkjuð 90 megavött, sem væri umtalsvert minna en annars hefði verið, samanber Hellisheiðarvirkjun. Nú er hefur Landsvirkjun byrjað að hrekjast frá þessar stefnu með því að stefna á 50 prósent nýtingaraukningu.
Ef þetta er það, sem koma skal, gildir svipað og Einstein orðaði víst á þann veg, að ef menn vildu læra af mistökum og koma í veg fyrir þau, væri glatað að reyna það þannig að nota sama hugsunarhátt og notuðu við að framkvæma mistökin.
Raforkuöryggi ekki tryggt til frambúðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Íslendingar hafa notið ódýrrar hitaveitu og raforku lengi sem hefur hjálpað
okkur í hinum ýmsu kreppum sem á okkur hafa dunið.Auðvelt er að glopra
þessum ávinningi niður ef æfintýramennska og endalaus gróðafíkn nær
yfirtökum á orkumálum okkar.
magnús marísson (IP-tala skráð) 22.5.2023 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.