Gömul braggavofa lætur á sér kræla.

Efnahagsuppsveiflan mikla, sem stríðsgróðinn um miðja síðustu öld færði Íslendingum, var að vísu dýrmæt, en þó var þar einn stór hængur á.  Þúsundir fólks skortir þau gæði, sem eru ein af þremur af helstu stoðum velmegunar, en það er mannsæmandi húsnæði. 

Vegna þessa skammarlega ástands snerust kjaramál og vinnudeilur að miklu leyti um um félagslegar úrbætur með aðild ríkisvaldsins og smáíbúðahverfið og Breiðholtið eru dæmi um. 

Heilbrigðismál og húsnæðismál eru einna stærstu viðfangsefnin núna af ástæðum, sem minna óþyrmilega á þann allt of langa hluta hluta síðustu aldar þegar braggarnir voru mest áberandi afsprengið af húsnæðisvandræðunum.   

Það er nöturlegt ef nú er að hefjast hér tímabil að áliðnum fjórðungi 21. aldarinnar sem er sama eðlis og vandinn stóri á því sviði var áttatíu árum.  


mbl.is Mun kosta yfir hundrað milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Ómar, vandinn er innflutningur fólks af ýmsum toga. Hann hefur farið úr böndunum og er þrefaldur á við Kanada sem er búið undir vandann.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 23.5.2023 kl. 20:40

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vandinn er ofinn úr nokkrum þráðum. Einn þeirra er hraðfækkandi fæðingar Íslendinga, sem eykur manneklu á vinnumarkaðnum og þar með þörfina á innflutningi erlendsfólks af ýmsum toga. 

Ómar Ragnarsson, 24.5.2023 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband