29.5.2023 | 08:43
Úrslitaatriði í Úkraínustríðinu.
Tðlurnar um flugskeyti og dróna í lofthernaðinum í Úkraínu eru miklu mikilvægari í samhenginu í stríðinu en einar og sér.
Ef Rússum tekst að koma nógu mörgum í gegn, birtist í því hótun um að búa eldflaugarnar og drónana kjarnaoddum, að vísu ekki stórum, en kjarnorkuvopnum þó.
Hér má vísa til góðrar samantektar og lýsingar á þessu á bloggsíðu Einars Björns Bjarnasonar.
Þetta er dálítið líkt tölunum í Orrustunni um Bretland 1940 þegar ætlun Þjóðverja var að eyða lofther Breta og ná algerum yfirráðum í lofti yfir Bretlandi.
Það mistókst og þar með áætlunin Sæljón um um innrás af sjó.
Verjast áfram drónaárásum Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þjóðverjar útvörpuðu að íslendingar verðust enn í fjallaskörðum gegn innrásarher breta
Fréttir af gangi stríðsins í Úkraínu eru ótrúleg misvísandi þrátt fyrir alla farsíma sem eru að mynda og senda út á netið svo að segja live
Grímur Kjartansson, 29.5.2023 kl. 14:49
Kjarnrkuvopn í dag eru eins og gasið í seinni heimstyrjöldinni, engin notar þau því vitað að andstæðingurinn á þau líka
Bjarni (IP-tala skráð) 29.5.2023 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.