29.5.2023 | 17:28
Reiðhjól og léttbifhjól eru líka farartæki.
Merkilegt má teljast hve seint það gengur að auka vitneskju fólks um það, að bílar eru ekki einu farartækin i einkaeign heldur líka reiðhjól og létt bifhjól.
Í bráðum átta ára reynslu af notkun þessara ódýru og einföldu farartækja hefur síðuhafi séð langa upptalningu af ókostum þeirra hrynja að stórum hluta.
Aðallega er það veðrið, sem er undirstaða mestu fordómanna, sem síðuhafi stóð sjálfan sig að í byrjun.
Margar ferðir um allt land þessi ár og ótal ferðir í borginni hafa sannað gildi þessara fararskjóta, sem ekki er einu sinni haft fyrir að telja eins og gert er við bílana.
15,4% heimila á landinu bíllaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Klæða sig eftir veðri. Nokkuð sem er nýtt fyrir Íslendingum. Lengi átti nútíma Íslendingurinn bíl sem hann notaði eins og úlpu. Og aðeins ef hann var tekinn fullur á bílnum labbaði hann eða hjólaði.
Vagn (IP-tala skráð) 30.5.2023 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.