11.6.2023 | 15:03
1986: Verkfall Rafiðnaðarsambandsins og biðlisti eftir hjúkrunarheimili.
Ekkert er nýtt undir sólinni segir máltækið, en kannski ætti frekar að sega að fátt sé nýtt undir sólinni.
Þetta kom í hugann þegar sýndur var nú í hádeginu sjónvarpsþáttur frá útmánuðum 1986, sem var vikulega, en féll niður eina halgina vegna verkfalls rafiðnaðarmanna, sem hafði þau áhrif, að einn þátturinn féll niður.
Annað kom fram í þessum endursýnda þætti frá 1886, sem virðist ekkert hafa breyst í 37 ár, en í viðtali við Bryndísi Schram, sem tók þátt í prófkjöri fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1986, var hún innt eftir helstu áherslumálum sínum í stjórnmálum og nefndi það, að mörg hundruð manna biðlisti eftir hjúkrunarheimili væri væri hneisa, sem þyrfti að útrýma.
Nefndi hún sláandi einstök dæmi um slíkt.
![]() |
Reiknar fastlega með að verkfall hefjist í júní |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.