15.6.2023 | 07:35
Í fyrradag var mesti hiti landsins á norðausturhálendinu, 24 stig!
Nú er sumum varla farið að lítast á blikuna með hina eindæma löngu þurrka og hita á austanverðu landinu.
Á bloggsíðu Trausta Jónssonar er greint frá því að hjá Upptyppingum, fjalli sem liggur á milli Öskju og Sauðárflugvallar, hafi orðið hæstur hiti á landinu í fyrradag, 24 stiga hiti!
Hafi aðeins tvisvar í sögu veðurmælinga gerst svipað. Mælingastaðirnir þarna eru í 600 til 700 metra hæð yfir sjó.
Tvær litlar flugvélar, TF-REB og TT-ROS lentu á vellinum í fyrradag og var hitinn þar þá 18 stig.
í fréttum RUV í morgun er greint frá því að kviknað hafi í tré í Hallormsstaðaskógi og að eystra þyki mönnum nóg um hina miklu þurrka og hita og áhrif þeirra á allan gróður.
Ekki virðist neitt lát framundan á þessu.
Í dag er ætlunin að Twin Otter flugvél varpi út 13 fallhlífarstökksmönnum yfir Sauðárflugvelli og lendi þar síðan til þess að taka þá um borð.
Á öllu þessu landssvæði hefur ríkt viss tegund af viðbúnaðarstigi vegna kvikusöfnunar á litlu dýpi undir Öskju og því gott til þess að vita að hugsanlegt notagildi vallarins sé prófað.
Allt að 23 stiga hiti fyrir austan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.